Fótbolti

Ívar framlengir við Fram

Ómar Þorgeirsson skrifar
Ívar Björnsson.
Ívar Björnsson. Mynd/Daníel

Ívar Björnsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Fram en greint var frá tíðindunum á heimasíðu Safamýrarfélagsins í kvöld.

Hinn 24 ára gamli miðju -og sóknarmaður hefur leikið með Fram síðan árið 2005 við góðan orðstír og því eru þetta afar góð tíðindi fyrir félagið.

Ívar lék 13 leiki með Fram í Pepsi-deildinni síðasta sumar og skoraði 3 mörk.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×