Dularfullur sjóður 10. desember 2009 19:20 Stærsti erlendi kröfuhafinn í gamla Glitni, sem á 95 prósent í Íslandsbanka, virðist hvorki vera með starfsfólk né síma, þótt finna megi heimilisfang í Dyflinni. Þetta er írskur sjóður sem stofnaður var á árinu og gerir hann 150 milljarða króna kröfur í þrotabú bankans. Skilanefnd og slitastjórn vita fátt. Stærsti erlendi kröfuhafi Glitnis er írski sjóðurinn Burlington Loan Management með 150 milljarða kröfur. Kröfur sjóðsins eru settar fram í tuttugu liðum og eru til komnar vegna skuldabréfa. Um miðjan október náðist samkomulag um að Glitnir, fyrir hönd kröfuhafa, eignaðist 95% hlutafjár í Íslandsbanka. Írska félagið er því óbeint stærsti einstaki eigandi Íslandsbanka. Hvorki skilanefnd Glitnis né slitastjórn bankans þekkja til sjóðsins. Fréttastofa eyddi deginum í að grafa upp upplýsingar um sjóðinn. Það reyndist vægast sagt erfitt. Það sem þó fékkst upp úr krafsinu er að félagið var stofnað í apríl á þessu ári. Því er ekki um að ræða lánveitanda Glitnis, enda féll bankinn í október í fyrra. Ekkert símanúmer fannst á félagið en fréttastofa fann heimilisfang í Dublin og hafði samband við fyrirtæki á hæðinni fyrir ofan og neðan félagið. Enginn kannaðist við Burlington Loan Management. Í yfirlýsingu um skuldabréfaútgáfu írska sjóðsins sem birtist á netinu í lok nóvember síðastliðnum var vísað í írsku lögfræðistofuna Matheson Ormsby Prentice fyrir frekari upplýsingar. Fréttastofa náði tali af lögfræðingi stofunnar í dag. Vegna trúnaðarsamnings við írska sjóðinn gat hann ekki gefið neitt upp. Ýmislegt bendir því til þess að um vogunarsjóð sé að ræða, sem hefur keypt skuldabréf í Glitni á svokölluðum eftirmarkaði, sem fór af stað í kjölfar bankahrunsins. Tengdar fréttir Landsbankinn með hæstu kröfurnar í Glitni Landsbankinn gerir hæstu kröfurnar í Glitni af innlendum aðilum eða samtals tæplega 140 milljarða kr. Hinsvegar á Glitnir í Lúixemborg stærstu einstöku kröfuna en hún hljóðar upp á 126,4 milljarða kr. 10. desember 2009 09:06 Skilanefnd Glitnis veit engin deili á stærsta erlenda kröfuhafanum Skilanefnd Glitnis veit engin deili á Burlington Loan Management sem er stærsti erlendi kröfuhafi bankans samkvæmt kröfuhafaskrá sem sett var á netið í gærkvöldi. Samtals nema kröfur Burlington hátt í 150 milljarða kr. 10. desember 2009 09:47 Glitnir og Bjarni Ármannsson semja um endurgreiðslur Glitnir banki og Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis banka, hafa gert samkomulag um endurgreiðslu yfirverðs í hlutabréfaviðskiptum hlutafélaga í eigu Bjarna við stjórn Glitnis banka við starfslok hans sem voru í apríl 2007. 10. desember 2009 15:40 Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Stærsti erlendi kröfuhafinn í gamla Glitni, sem á 95 prósent í Íslandsbanka, virðist hvorki vera með starfsfólk né síma, þótt finna megi heimilisfang í Dyflinni. Þetta er írskur sjóður sem stofnaður var á árinu og gerir hann 150 milljarða króna kröfur í þrotabú bankans. Skilanefnd og slitastjórn vita fátt. Stærsti erlendi kröfuhafi Glitnis er írski sjóðurinn Burlington Loan Management með 150 milljarða kröfur. Kröfur sjóðsins eru settar fram í tuttugu liðum og eru til komnar vegna skuldabréfa. Um miðjan október náðist samkomulag um að Glitnir, fyrir hönd kröfuhafa, eignaðist 95% hlutafjár í Íslandsbanka. Írska félagið er því óbeint stærsti einstaki eigandi Íslandsbanka. Hvorki skilanefnd Glitnis né slitastjórn bankans þekkja til sjóðsins. Fréttastofa eyddi deginum í að grafa upp upplýsingar um sjóðinn. Það reyndist vægast sagt erfitt. Það sem þó fékkst upp úr krafsinu er að félagið var stofnað í apríl á þessu ári. Því er ekki um að ræða lánveitanda Glitnis, enda féll bankinn í október í fyrra. Ekkert símanúmer fannst á félagið en fréttastofa fann heimilisfang í Dublin og hafði samband við fyrirtæki á hæðinni fyrir ofan og neðan félagið. Enginn kannaðist við Burlington Loan Management. Í yfirlýsingu um skuldabréfaútgáfu írska sjóðsins sem birtist á netinu í lok nóvember síðastliðnum var vísað í írsku lögfræðistofuna Matheson Ormsby Prentice fyrir frekari upplýsingar. Fréttastofa náði tali af lögfræðingi stofunnar í dag. Vegna trúnaðarsamnings við írska sjóðinn gat hann ekki gefið neitt upp. Ýmislegt bendir því til þess að um vogunarsjóð sé að ræða, sem hefur keypt skuldabréf í Glitni á svokölluðum eftirmarkaði, sem fór af stað í kjölfar bankahrunsins.
Tengdar fréttir Landsbankinn með hæstu kröfurnar í Glitni Landsbankinn gerir hæstu kröfurnar í Glitni af innlendum aðilum eða samtals tæplega 140 milljarða kr. Hinsvegar á Glitnir í Lúixemborg stærstu einstöku kröfuna en hún hljóðar upp á 126,4 milljarða kr. 10. desember 2009 09:06 Skilanefnd Glitnis veit engin deili á stærsta erlenda kröfuhafanum Skilanefnd Glitnis veit engin deili á Burlington Loan Management sem er stærsti erlendi kröfuhafi bankans samkvæmt kröfuhafaskrá sem sett var á netið í gærkvöldi. Samtals nema kröfur Burlington hátt í 150 milljarða kr. 10. desember 2009 09:47 Glitnir og Bjarni Ármannsson semja um endurgreiðslur Glitnir banki og Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis banka, hafa gert samkomulag um endurgreiðslu yfirverðs í hlutabréfaviðskiptum hlutafélaga í eigu Bjarna við stjórn Glitnis banka við starfslok hans sem voru í apríl 2007. 10. desember 2009 15:40 Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Landsbankinn með hæstu kröfurnar í Glitni Landsbankinn gerir hæstu kröfurnar í Glitni af innlendum aðilum eða samtals tæplega 140 milljarða kr. Hinsvegar á Glitnir í Lúixemborg stærstu einstöku kröfuna en hún hljóðar upp á 126,4 milljarða kr. 10. desember 2009 09:06
Skilanefnd Glitnis veit engin deili á stærsta erlenda kröfuhafanum Skilanefnd Glitnis veit engin deili á Burlington Loan Management sem er stærsti erlendi kröfuhafi bankans samkvæmt kröfuhafaskrá sem sett var á netið í gærkvöldi. Samtals nema kröfur Burlington hátt í 150 milljarða kr. 10. desember 2009 09:47
Glitnir og Bjarni Ármannsson semja um endurgreiðslur Glitnir banki og Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis banka, hafa gert samkomulag um endurgreiðslu yfirverðs í hlutabréfaviðskiptum hlutafélaga í eigu Bjarna við stjórn Glitnis banka við starfslok hans sem voru í apríl 2007. 10. desember 2009 15:40