Almannavörnum tilkynnt um landris í Krýsuvík Kristján Már Unnarsson skrifar 27. nóvember 2009 18:41 Landris mælist nú við Kleifarvatn og er talið að kvika geti verið að byggja upp þrýsting á litlu dýpi í eldstöðvakerfi Krýsuvíkur. Jarðvísindamenn hafa upplýst Almannavarnir og lögregluyfirvöld um stöðuna og mælt með því að sérstök aðgæsla verði höfð með svæðinu vegna hættu á lífshættulegum gufusprengingum.Samfara aukinni jarðskjálftavirkni hefur land við Krýsuvík verið að rísa í um það bil eitt ár. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur segir að landris mælist nú um þrír sentímetrar á svæði sem er nokkrir kílómetrar í þvermál. Miðjan er í miðju eldstöðvakerfi Krýsuvíkur, skammt frá jarðhitasvæðinu sem ferðamenn heimsækja við suðurenda Kleifarvatns.Freysteinn telur landrisið stafa af þrýstiaukningu í jarðskorpunni á þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. Tvennt geti skýrt þetta; hægfara innstreymi kviku undir Krýsuvík eða breyting í jarðhitakerfinu, sem af einhverjum orsökum byggi upp þrýsting þar.Vísindamenn hafa tilkynnt Almannavörnum um þróun mála og hafa lögregluyfirvöld á svæðinu einnig verið upplýst um atburðarásina. Á þessu stigi ráðleggur Freysteinn þó eingöngu að fylgst verði enn betur með svæðinu en hann telur ekki líkur á eldgosi. Ef þetta séu kvikuhreyfingar séu þær hægfara kvikuinnskot.Freysteinn rifjar hins vegar upp atburð sem varð í Krýsuvík fyrir tíu árum þegar geysiöflug gufusprenging varð við hverasvæðið í Krýsuvík. Þá hafi verið mikil mildi að fólk var ekki nærri. Hann mælir með aðgæslu en telur ekki ástæðu til að banna umferð um svæðið. Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir sinn þátt í banaslysi en annar ökumaður hefur aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Sjá meira
Landris mælist nú við Kleifarvatn og er talið að kvika geti verið að byggja upp þrýsting á litlu dýpi í eldstöðvakerfi Krýsuvíkur. Jarðvísindamenn hafa upplýst Almannavarnir og lögregluyfirvöld um stöðuna og mælt með því að sérstök aðgæsla verði höfð með svæðinu vegna hættu á lífshættulegum gufusprengingum.Samfara aukinni jarðskjálftavirkni hefur land við Krýsuvík verið að rísa í um það bil eitt ár. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur segir að landris mælist nú um þrír sentímetrar á svæði sem er nokkrir kílómetrar í þvermál. Miðjan er í miðju eldstöðvakerfi Krýsuvíkur, skammt frá jarðhitasvæðinu sem ferðamenn heimsækja við suðurenda Kleifarvatns.Freysteinn telur landrisið stafa af þrýstiaukningu í jarðskorpunni á þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. Tvennt geti skýrt þetta; hægfara innstreymi kviku undir Krýsuvík eða breyting í jarðhitakerfinu, sem af einhverjum orsökum byggi upp þrýsting þar.Vísindamenn hafa tilkynnt Almannavörnum um þróun mála og hafa lögregluyfirvöld á svæðinu einnig verið upplýst um atburðarásina. Á þessu stigi ráðleggur Freysteinn þó eingöngu að fylgst verði enn betur með svæðinu en hann telur ekki líkur á eldgosi. Ef þetta séu kvikuhreyfingar séu þær hægfara kvikuinnskot.Freysteinn rifjar hins vegar upp atburð sem varð í Krýsuvík fyrir tíu árum þegar geysiöflug gufusprenging varð við hverasvæðið í Krýsuvík. Þá hafi verið mikil mildi að fólk var ekki nærri. Hann mælir með aðgæslu en telur ekki ástæðu til að banna umferð um svæðið.
Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir sinn þátt í banaslysi en annar ökumaður hefur aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Sjá meira