Íslenski boltinn

Baldur Bett á leið í Fylki

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Baldur Bett.
Baldur Bett.

Það er ljóst að miðjumaðurinn Baldur Bett mun ekki leika áfram með Val næsta sumar. Þetta staðfesti hann við Vísi áðan.

Baldur var samningslaus við félagið og mun ekki endurnýja samninginn við félagið. Jafnvel þó faðir hans sé orðinn aðstoðarþjálfari hjá félaginu.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis er Baldur á leið til Fylkis og mun skrifa undir samning við félagið í síðasta lagi á morgun.

Baldur vildi lítið tjá sig við Vísi í dag. Hann staðfesti þó að hann væri hættur í Val og að líklegt væri að hann skrifaði undir hjá Fylki.

Hann sagði að sín mál myndu skýrast á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×