Handbolti

Vignir með þrjú mörk í sigri Lemgo

Ómar Þorgeirsson skrifar
Vignir Svavarsson.
Vignir Svavarsson. Nordic photos/Getty images

Línumaðurinn Vignir Svavarsson var í eldlínunni með Lemgo í kvöld þegar liðið vann góðan 28-31 sigur gegn Melsungen en staðan í hálfleik var 14-16 Lemgo í vil.

Vignir skoraði þrjú mörk fyrir Lemgo í leiknum en Logi Geirsson var ekki með liðinu að þessu sinni.

Tveir aðrir leikir fóru fram í efstu deild í Þýsklandi í kvöld þar sem Hamburg vann 35-27 sigur gegn Magdeburg og Göppingen vann 28-32 sigur gegn Balingen-Weilstetten.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×