Innlent

Skrifborð á nýjum stað fyrir áramót

Kristín Hulda Sverrisdóttir Allt er að verða tilbúið fyrir fyrstu flutningana í nýjar byggingar Háskólans í Reykjavík.
Fréttablaðið/Stefán
Kristín Hulda Sverrisdóttir Allt er að verða tilbúið fyrir fyrstu flutningana í nýjar byggingar Háskólans í Reykjavík. Fréttablaðið/Stefán

„Við verðum næstu daga að flytja kassana og strax 28. desember verður fólk að koma sér fyrir,“ segir Kristín Hulda Sverrisdóttir, flutningastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík.

Fyrstu deildir skólans eru nú að flytja úr húsnæði skólans í Höfðabakka og úr Kringlunni 7 og 1, þó ekki úr gömlu prentsmiðjubyggingunni sem skólinn heldur enn um sinn. Deildirnar sem eru að flytja eru að sögn Kristínar tækni- og verkfræðideild, tölvunarfræðideild og viðskiptadeild. Skrifstofa rektors og fjármálasviðið flytja einnig núna. „Lagadeild, kennslufræði- og lífheilsudeild og Opni háskólinn verða eftir þar til í júní. Þá verða allir loks saman á einum stað,“ segir Kristín.

Starfsmenn eru að taka saman föggur sínar á gömlu stöðunum og verið er að leggja lokahönd á tæknimálin á nýja staðnum. „Skólinn verður síðan opnaður eftir áramót og við byrjum að kenna 11. janúar. Sá dagur er opinber flutningadagur og þá ganga nemendur og kennarar fylktu liði af gamla staðnum á þann nýja,“ segir Kristín Hulda Sverrisdóttir.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×