Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. desember 2024 15:01 Sveinn Rúnar og Björk Vilhjálmsdóttir hafa áður verið í Palestínu yfir hátíðarnar en átökin lita samfélagið þar nú meira en nokkru sinni fyrr. Aðsend Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og heiðursborgari í Palestínu, ver jólunum ásamt eiginkonu sinni í Betlehem í Palestínu. Hann segir dýrmætt að fagna jólunum í Fæðingarkirkjunni sjálfri en að hátíðarhöldin séu mikið lituð af átökum og sorg. Þau hjónin ræddu við blaðamann þar sem þau sátu á Jötutorginu svokallaða þar sem vanalega er allt þakið jólaskreytingum. Stærðar jólatré prýðir torgið yfir hátíðirnar ár hvert en í þetta sinn hafa innfæddir ákveðið að sleppa því. Sveinn var formaður Félagsins Ísland-Palestína um árabil og hefur hann og eiginkona hans, Björk Vilhelmsdóttir, heimsótt Palestínu oft. Þrátt fyrir hátíðleikann um jólin taki átökin á Gasasvæðinu mjög á þjóðina. „Það leggst á alla þjóðina hér og maður finnur algjörlega fyrir því. Þetta er ekki eins og þetta hefur verið áður,“ segir hann. Tómlegt en hátíðarlegt Sveinn og Björk sóttu jólamessu í lúthersku kirkjunni sem er steinsnar frá Jötutorginu þar sem hin fræga Fæðingarkirkja stendur. Kirkjan sem reist var af Konstantínusi mikla á þeim stað sem sagt er að Jesús hafi legið í jötunni á fyrstu jólanóttinni. Tómlegt er um að líta á þessum sögufræga og víðsótta stað. Pílagrímar og aðrir ferðamenn eru vanir að flykkjast til Betlehem yfir hátíðarnar sem knýr stóran gjafavöruiðnað og aðra sölumennsku. Götur Betlehem eru tómlegar þessi jólin.Aðsend „Það er alltaf örvænting þegar umferðin er lítil og það er afar áberandi. Hún er ekki nema örlítið brot af því sem fólk á að venjast. Það er nánast ekkert af ferðamönnum hérna,“ segir hann. Þau hjón hafa lent í ýmsum vandræðum á sínum ferðalögum um Palestínu og Ísrael enda fer Sveinn Rúnar ekkert í grafgötur með afstöðu sína til stjórnvalda í Ísrael. Leyfi fengu þau þó til að komast til Palestínu og dvelja þar í átta daga. Sveinn lýsir því hvernig hjónin voru yfirheyrð aftur og aftur á meðan beðið var niðurstöðu frá ísraelsku leyniþjónustunni um hvort þau fengju inn eður ei. Gestrisni og vinsemd Sveinn segir yndislegt að verja jólunum í Palestínu en að áhrif átakanna á Gasa og víðar setji sitt mark á hátíðarhöldin. „Það er dálítið öðruvísi. Maður finnur ekkert fyrir þessum spenningi sem er heima hja börnunum. Þetta er ákaflega hátíðlegt að vera hérna í messu á aðfangadagskvöld og eins núna á jóladag. En þetta markast náttúrlega mjög af ástandinu á Gasa,“ segir hann. Sveinn og Björk með séra Munther Isaac, sóknarprestur lúthersku kirkjunnar í Betlehem t.v. og Munib Younan, fyrrverandi biskup.Aðsend Þrátt fyrir harm og missi segir Sveinn palestínsku þjóðina alltaf sama sér. „Fólkið er alltaf það sama, elskulegt og þessi makalausa gestrisni og vinsemd sem maður mætir. Það er það sem er áberandi. Það er alveg sama á hverju gengur. Alveg sama við hvaða aðstæður fólk er,“ segir hann. Hugurinn hjá fólkinu í Gasa Björk Vilhelmsdóttir segir sorglegt að sjá hvað þjóðin sé skekin af átökunum. „Það er mjög sorglegt að sjá hvað þjóðin er skekin af stríðinu á Gasa. Það litast allt mannlífið af því. En það er líka yndislegt að koma í Fæðingarkirkjuna og minnast fæðingar Jesús Krists,“ segir hún. Jesúbarnið liggur í jötunni í rústum og vafið kúffíu. Aðsend Allir kirkjugestir á aðfangadagsmessunni hafi tendrað kerti í kringum Jesúbarnið þar sem það liggur í jötunni reifað kúffíu, andspyrnu- og samstöðutákn Palestínumanna. „Það er mjög dýrmætt að vera hér á jólunum. Núna er ekkert jólaskraut. Það hefur alltaf verið risajólatré á torginu en núna í ljósi ástandsins hafa Palestínumenn ákveðið að hafa engar skreytingar. Það er af því að hugurinn er hjá fólkinu í Gasa,“ segir Björk Vilhjálmsdóttir. Íslendingar erlendis Jól Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Sjá meira
Þau hjónin ræddu við blaðamann þar sem þau sátu á Jötutorginu svokallaða þar sem vanalega er allt þakið jólaskreytingum. Stærðar jólatré prýðir torgið yfir hátíðirnar ár hvert en í þetta sinn hafa innfæddir ákveðið að sleppa því. Sveinn var formaður Félagsins Ísland-Palestína um árabil og hefur hann og eiginkona hans, Björk Vilhelmsdóttir, heimsótt Palestínu oft. Þrátt fyrir hátíðleikann um jólin taki átökin á Gasasvæðinu mjög á þjóðina. „Það leggst á alla þjóðina hér og maður finnur algjörlega fyrir því. Þetta er ekki eins og þetta hefur verið áður,“ segir hann. Tómlegt en hátíðarlegt Sveinn og Björk sóttu jólamessu í lúthersku kirkjunni sem er steinsnar frá Jötutorginu þar sem hin fræga Fæðingarkirkja stendur. Kirkjan sem reist var af Konstantínusi mikla á þeim stað sem sagt er að Jesús hafi legið í jötunni á fyrstu jólanóttinni. Tómlegt er um að líta á þessum sögufræga og víðsótta stað. Pílagrímar og aðrir ferðamenn eru vanir að flykkjast til Betlehem yfir hátíðarnar sem knýr stóran gjafavöruiðnað og aðra sölumennsku. Götur Betlehem eru tómlegar þessi jólin.Aðsend „Það er alltaf örvænting þegar umferðin er lítil og það er afar áberandi. Hún er ekki nema örlítið brot af því sem fólk á að venjast. Það er nánast ekkert af ferðamönnum hérna,“ segir hann. Þau hjón hafa lent í ýmsum vandræðum á sínum ferðalögum um Palestínu og Ísrael enda fer Sveinn Rúnar ekkert í grafgötur með afstöðu sína til stjórnvalda í Ísrael. Leyfi fengu þau þó til að komast til Palestínu og dvelja þar í átta daga. Sveinn lýsir því hvernig hjónin voru yfirheyrð aftur og aftur á meðan beðið var niðurstöðu frá ísraelsku leyniþjónustunni um hvort þau fengju inn eður ei. Gestrisni og vinsemd Sveinn segir yndislegt að verja jólunum í Palestínu en að áhrif átakanna á Gasa og víðar setji sitt mark á hátíðarhöldin. „Það er dálítið öðruvísi. Maður finnur ekkert fyrir þessum spenningi sem er heima hja börnunum. Þetta er ákaflega hátíðlegt að vera hérna í messu á aðfangadagskvöld og eins núna á jóladag. En þetta markast náttúrlega mjög af ástandinu á Gasa,“ segir hann. Sveinn og Björk með séra Munther Isaac, sóknarprestur lúthersku kirkjunnar í Betlehem t.v. og Munib Younan, fyrrverandi biskup.Aðsend Þrátt fyrir harm og missi segir Sveinn palestínsku þjóðina alltaf sama sér. „Fólkið er alltaf það sama, elskulegt og þessi makalausa gestrisni og vinsemd sem maður mætir. Það er það sem er áberandi. Það er alveg sama á hverju gengur. Alveg sama við hvaða aðstæður fólk er,“ segir hann. Hugurinn hjá fólkinu í Gasa Björk Vilhelmsdóttir segir sorglegt að sjá hvað þjóðin sé skekin af átökunum. „Það er mjög sorglegt að sjá hvað þjóðin er skekin af stríðinu á Gasa. Það litast allt mannlífið af því. En það er líka yndislegt að koma í Fæðingarkirkjuna og minnast fæðingar Jesús Krists,“ segir hún. Jesúbarnið liggur í jötunni í rústum og vafið kúffíu. Aðsend Allir kirkjugestir á aðfangadagsmessunni hafi tendrað kerti í kringum Jesúbarnið þar sem það liggur í jötunni reifað kúffíu, andspyrnu- og samstöðutákn Palestínumanna. „Það er mjög dýrmætt að vera hér á jólunum. Núna er ekkert jólaskraut. Það hefur alltaf verið risajólatré á torginu en núna í ljósi ástandsins hafa Palestínumenn ákveðið að hafa engar skreytingar. Það er af því að hugurinn er hjá fólkinu í Gasa,“ segir Björk Vilhjálmsdóttir.
Íslendingar erlendis Jól Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Sjá meira