Fótbolti

Collins hefur áhuga á að taka við skoska landsliðinu

Ómar Þorgeirsson skrifar
John Collins.
John Collins. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn John Collins, sem áður var stjóri Hibernian í Skotlandi og Charleroi í Belgíu, hefur stigið fram og líst yfir áhuga á að taka við skoska landsliðinu en George Burley var sem kunnugt er rekinn úr starfi landsliðsþjálfara í gærkvöldi.

Áður hafði Graeme Souness verið orðaður við starfið en Souness kvaðst ekki hafa neinn áhuga á starfinu. Collins kveðst gera sér grein fyrir því að starfið sé ekki auðvelt en að hann sé tilbúinn að axla þá ábyrgð sem til þurfi.

„Eins og Souness benti á þá mun enginn koma inn með töfrasprota og framkalla eitthvað kraftaverk. Þetta er mjög erfitt starf og það er mikið verk fyrir höndum en ég er tilbúinn að taka þetta að mér," segir Collins sem á að baki 58 landsleiki fyrir Skotland sem leikmaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×