Innlent

Sigmundur á kjörstað: Eina vitið að kjósa framsókn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mætti á einum af nýju framsóknarbílunum í kjörstað fyrir stundu en hann kýs í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hann sagðist vera búinn að ákveða sig eftir ágætis yfirlegu og ekkert vit væri í öðru en að kjósa Framsóknarflokinn þar sem hann væri eini flokkurinn sem boðaði raunhæfar aðgerðir. Þetta kom fram í máli Sigmundur sem ræddi við strákana á Bylgjunni í Ráðhúsinu.

„Mín skilaboð til kjósenda er að stefna okkar er að fá þá sem best þekkja til hverju sinni, ekki bara framsóknarmenn, og tryggja að allir vinni saman við að koma okkur út úr þessum vanda. Ef niðurstaðan verður hrein vinstristjórn sem hefur ekki boðað neitt annað en fresturnaraðgerðir þá er ég viss um að það muni leiða okkur út í glötun. Ef hinsvegar framsókn bætist við þá tel ég að hægt sé að koma í veg fyrri frekara hrun og hef ekki áhyggjur," sagði Sigmundur.

Hann sagðist frekar líta til vinstri um mögulegt samstarf því ljóst væri að Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti hvíld frá stjórnarsetu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×