Viðskipti erlent

Bílasala í Bandaríkjunum dróst saman um 40% í febrúar

Bílasala í Bandaríkjunum dróst saman um meira en 40% í febrúar og hefur ekki verið minni í næstum þrjá áratugi. Ef febrúarmánuður er meðtalinn hefur bílasala dregist saman í 15 mánuði samfleytt.

General Motors er haldið á floti með 13,4 milljarða dala láni frá stjórnvöldum og mun þurfa meira lán í þessum mánuði. Sala hjá þeim dróst saman um 53% í febrúar. Talsmenn GM segja að salan hafi ekki verið minni hjá þeim síðan 1967. Salan hjá Ford framleiðendunum dróst saman um 48% í febrúar, en Ford er talið standa best að bandarísku bílaframleiðendunum þremur.

Japanskir bílaframleiðendur stóðust febrúarmánuð örlítið betur en þeir bandarísku en salan hjá þeim dróst saman um 37% í febrúarmánuði hjá Toyota og Nissan framleiðendunum og um 38% hjá Honda.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×