Felipe Massa og Kimi Raikkönen náðu besta tíma á lokaæfingu keppnisliða á Barcleona brautiinni á Spání morgun. Munaði aðeins 89/1000 úr sekúndu á köppunum tveimur. Þeir virðast komnir aftur með stæl eftir slakt gengi á árinu.
Forystumaður stigamótsins, Jenson Button á Brawn var 0.487 á eftir Massa og félagi hans Rubens Barrichello fjórði, rétt á undan Robert Kubica á BMW.
Heimamaðurinn Fernando Alonso varð tíundi og var 0.946 á eftir fyrsta bíl. Tímatakan er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.45.