Innlent

Vilja afnema verðtryggingu um næstu áramót

Guðjón Arnar Kristjánsson er sannfærður um að flokkurinn muni ná vopnum sínum.
Guðjón Arnar Kristjánsson er sannfærður um að flokkurinn muni ná vopnum sínum.
Guðjón Arnar Kristjánsson segir að Frjálslyndi flokkurinn hafi varað við verðtryggingu lána fyrir kosningarnar 2007. Nú hafi það sýnt sig að lán séu komin langt upp fyrir söluverð íbúða enda lækki söluverð um þessar mundir. Frjálslyndi flokkurinn leggi því til að verðtrygging verði afnumin frá og með næstu áramótum. Þá hafi Frjálslyndi flokkurinn jafnframt varað við kvótakerfinu.

Guðjón Arnar benti á það við eldhúsdagskrárumræður í kvöld að Frjálslyndi flokkurinn hefði verið með storminn í fanginu að undanförnu. Flokkurinn myndi hins vegar fara á fullu í kosningabaráttuna. Guðjón Arnar sagðist vera stoltur af fólki sem skipaði framboðslista Frjálslynda flokksins. Hann væri sannfærður um að þótt flokkurinn mældist lítill núna myndi hann koma vel út úr kosningum eins og áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×