Gengi hlutabréfa hefur fallið víða um heim það sem af er dags. Lélegar uppgjörstölur fyrirtækja, sem hafa verið að skila sér í hús síðustu daga, skýra fallið að mestu leyti, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar.
Fréttastofan hefur eftir heimildamönnum sínum að fjárfestar óttist nú að kreppan verði dýpri og geti varað lengur en óttast hafi verið. Einbeiti stjórnendur fyrirtækja sér að því nú að laga til í rekstrinum til að halda sér á floti.
FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur fallið um 2,38 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi um 3,29 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi um þrjú prósent.
Gengisfall er sömuleiðis á norrænum hlutabréfamörkuðum. Minnst er lækkunin í kauphöllinni í Danmörku, eða 1,6 prósent. Að öðru leyti hefur hlutabréfavísitalan í Svíþjóð falli ð um 2,69 prósent, í Finnlandi um 2,26 prósent og í Noregi um 2,76 prósent. Nýja Úrvalsvísitalan (OMXI6) hefur á sama tíma fallið um 3,92 prósent.