Lukas Podolski, leikmaður Bayern München, hefur staðfest að bæði Manchester City og Tottenham hafa áhuga á að fá hann til liðs við sig.
Podolski hefur fá tækifæri fengið hjá Bayern síðan að Jürgen Klinsmann tók við liðinu síðastliðið sumar og hefur ekki farið leynt með löngun sína að fara annað.
Það eru fjölmörg lið í Þýskalandi sem hafa einnig áhuga á að fá hann, sem og Roma á Ítalíu.
„Ég þarf að fá að spila. Ég get ekki haldið áfram að sitja á bekknum. Ég er bara ekki ánægður í München lengur," sagði Podolski í samtali við þýska fjölmiðla.
Hann sagði enn fremur að aðalmálið hjá honum væri að fara til liðs þar sem hann gæti fengið að spila fótbolta. „Peningar munu ekki fá mig til að skipta um skoðun," sagði hann.
City og Tottenham á eftir Podolski
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn




