Innlent

Byssumaðurinn fundinn

Sérsveitarmenn að störfum í kvöld.
Sérsveitarmenn að störfum í kvöld.

Maðurinn sem lögreglan leitaði að í gærkvöld og talið var að væri vopnaður er fundinn. Mikill viðbúnaður var í Gerðahverfi í kvöld vegna mannsins og óttaðist lögregla að vegfarendum og íbúum í hverfinu stafaði ógn af honum. Maðurinn var með skotvopn í fórum sínum að sögn lögreglu.

Í tilkynningu sem lögreglan sendi frá sér um tvöleytið í nótt segir að um sjöleytið í gærkvöld hafi lögreglunni borist tilkynning um að ungur maður vopnaður skotvopni væri staddur í Breiðagerði í Reykjavík. Allt tiltækt lögreglulið frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit Ríkislögreglustjóra hafi leitað mannsins. Hann hafi gefið sig fram í Breiðholti þegar að klukkuna vantaði 17 mínútur í miðnætti. Hann hafi verið með skotvopnið og afhent lögreglu það mótþróalaust.

Maðurinn er vistaður á viðeigandi stofnun á meðan málið er rannsakað, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.






Tengdar fréttir

Vopnaður maður í Gerðunum

Lögreglan er með mikinn viðbúnað í Gerðahverfi í Reykjavík en grunur leikur á að maður vopnaður byssu sé á ferð umhverfið. Liðsmenn sérsveitarinnar og sjúkraflutningamenn hafa verið kallaðir til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×