Grindvíkingar eru komnir í undanúrslit Subway-bikars karla eftir sigur á ÍR-ingum á heimavelli í kvöld 105-78. Átta liða úrslitum keppninnar lýkur annað kvöld með viðureign Njarðvíkur og Hauka.
Páll Axel Vilbergsson var með 29 stig fyrir Grindavík, Brenton Birmingham 21 og Páll Kristinsson 19. Hjá ÍR var Steinar Arason stigahæstur með 20 stig.
Einnig var leikið í Subway-bikar kvenna í kvöld en þar voru leikirnir mjög ójafnir. Valsstúlkur er komnar í undanúrslit eftir stórsigur á Fjölni í Grafarvoginum 82-26. Skallagrímur vann Heklu 88-39 og Keflavík vann Hamar 102-57.