Gengi hlutabréfa í Straumi hefur hækkað um 3,56 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir gengi bréfa í Marel Food Systems, sem hefur hækkað um 3,49 prósent, og Bakkavarar, sem hefur hækkað um 1,6 prósent.
Á sama tíma hefur gengi bréfa Færeyjabanka lækkað um 1,36 prósent og Össurar um 0,21 prósent.
Úrvalsvísitalan (OMXI15) stendur óbreytt frá í gær í 310 stigum.