Metávöxtun var á Tryggingarsjóðnum Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. júní 2009 09:30 Samsett mynd „Svona safn á náttúrulega ekki að geta vaxið svona mikið á einu ári og gerir það sjálfsagt aldrei aftur," segir Marteinn Breki Helgason, forstöðumaður eignastýringar MP Banka. Hann vísar þar til ársávöxtunar fjárvörslusafna Tryggingarsjóðs innstæðueigenda sem uxu um 51,3 prósent á árinu. Eignir sjóðsins eru að mestu erlendar og skýrir því fall krónunnar breytinguna að stærstum hluta. Í frammistöðugreiningu Aska Capital á ávöxtun í fjárvörslu fyrir Tryggingarsjóðinn og kynnt var um leið og ársreikningur sjóðsins á föstudag kemur fram að gengisvísitala krónunnar hækkaði um 80,3 prósent í fyrra. Í ársreikningi sjóðsins sem lagður var fram fyrir helgi kemur fram að eignir hans hafi farið úr 8,4 milljörðum króna í árslok 2007 í 16,5 milljarða í lok síðasta árs. Ávöxtun eignasafna Tryggingarsjóðsins er tvískipt, annars vegar á hendi MP Banka og svo Nýja Kaupþings. Þannig hefur hún verið frá ársbyrjun 2007 þegar MP Banki tók við ávöxtun helmings eignanna frá Landsbankanum eftir að sjóðurinn hafði óskað eftir tilboðum í verkið. Töluverður munur er á árangri Nýja Kaupþings og MP Banka í eignastýringu fyrir sjóðinn. Sá síðarnefndi er með 8,4 prósenta umframávöxtun á árinu og heildarávöxtun upp á 61,8 prósent. Kaupþing er með neikvæða umframávöxtun um 12,9 prósent og 40,5 prósenta ávöxtun síns hluta. Marteinn segir að eignastýring MP hafi í fyrra brugðist við váboðum og í raun forðast íslenskar eignir, enda hafi legið fyrir að krónan ætti eftir að veikjast og því hagstætt að vera ekki með allar sínar eignir hér. Hann áréttar hins vegar að mjög stífar reglur gildi um ávöxtun eigna Tryggingarsjóðsins og miklar kvaðir sem þurfi að uppfylla. Þannig heimilar fjárfestingarstefnan hvorki kaup á innlendum hlutabréfum né skuldabréfum fyrirtækja. Innlend ríkisskuldabréf skulu vera 30 til 75 prósent af eignum sjóðsins, erlend ríkisskuldabréf 15 til 55 prósent og erlend hlutabréf núll til 15 prósent. Þá verður vægi ríkisskuldabréfa að vera að minnsta kosti 70 prósent af heildarsafninu. „Við nýttum í rétta átt það svigrúm sem þessi stranga stefna gaf," segir Marteinn og kveður MP hafa viljað nýta eins og kostur var heimild til að fjárfesta í erlendum ríkisskuldabréfum. „Annað sem við gerðum var að hafa hlutabréfaeign í algjöru lágmarki og vorum á sama tíma yfirviktuð í verðtryggðum innlendum ríkisskuldabréfum og líka í erlendum ríkisskuldabréfum," segir hann. Vignir Jónsson, hagfræðingur hjá Askar Capital, segir að þótt nokkru hafi munað á ávöxtun Nýja Kaupþings og MP Banka fyrir Tryggingarsjóðinn í fyrra sé varhugavert að draga of miklar ályktanir af því. „Horfa þarf á lengra tímabil en eitt ár til að bera slíkt saman," segir hann, án þess að vilja draga úr því að ávöxtun hafi verið býsna góð hjá Tryggingarsjóðnum í fyrra. „Og má í raun segja að fjárfestingarstefna sjóðsins hafi sannað gildi sitt í fyrra. Þar miðar allt við að sjóðurinn fari í mjög varkárar eignir." Eftir samruna við Ráðgjöf og efnahagsspár tóku Askar við því verkefni að vinna með Tryggingarsjóðnum í að móta fjárfestingarstefnu og hafa eftirlit með þeim sem stýra eignum fyrir sjóðinn. „Svo höfum við líka metið tilboð í eignastýringu og slíkt," bætir Vignir við. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
„Svona safn á náttúrulega ekki að geta vaxið svona mikið á einu ári og gerir það sjálfsagt aldrei aftur," segir Marteinn Breki Helgason, forstöðumaður eignastýringar MP Banka. Hann vísar þar til ársávöxtunar fjárvörslusafna Tryggingarsjóðs innstæðueigenda sem uxu um 51,3 prósent á árinu. Eignir sjóðsins eru að mestu erlendar og skýrir því fall krónunnar breytinguna að stærstum hluta. Í frammistöðugreiningu Aska Capital á ávöxtun í fjárvörslu fyrir Tryggingarsjóðinn og kynnt var um leið og ársreikningur sjóðsins á föstudag kemur fram að gengisvísitala krónunnar hækkaði um 80,3 prósent í fyrra. Í ársreikningi sjóðsins sem lagður var fram fyrir helgi kemur fram að eignir hans hafi farið úr 8,4 milljörðum króna í árslok 2007 í 16,5 milljarða í lok síðasta árs. Ávöxtun eignasafna Tryggingarsjóðsins er tvískipt, annars vegar á hendi MP Banka og svo Nýja Kaupþings. Þannig hefur hún verið frá ársbyrjun 2007 þegar MP Banki tók við ávöxtun helmings eignanna frá Landsbankanum eftir að sjóðurinn hafði óskað eftir tilboðum í verkið. Töluverður munur er á árangri Nýja Kaupþings og MP Banka í eignastýringu fyrir sjóðinn. Sá síðarnefndi er með 8,4 prósenta umframávöxtun á árinu og heildarávöxtun upp á 61,8 prósent. Kaupþing er með neikvæða umframávöxtun um 12,9 prósent og 40,5 prósenta ávöxtun síns hluta. Marteinn segir að eignastýring MP hafi í fyrra brugðist við váboðum og í raun forðast íslenskar eignir, enda hafi legið fyrir að krónan ætti eftir að veikjast og því hagstætt að vera ekki með allar sínar eignir hér. Hann áréttar hins vegar að mjög stífar reglur gildi um ávöxtun eigna Tryggingarsjóðsins og miklar kvaðir sem þurfi að uppfylla. Þannig heimilar fjárfestingarstefnan hvorki kaup á innlendum hlutabréfum né skuldabréfum fyrirtækja. Innlend ríkisskuldabréf skulu vera 30 til 75 prósent af eignum sjóðsins, erlend ríkisskuldabréf 15 til 55 prósent og erlend hlutabréf núll til 15 prósent. Þá verður vægi ríkisskuldabréfa að vera að minnsta kosti 70 prósent af heildarsafninu. „Við nýttum í rétta átt það svigrúm sem þessi stranga stefna gaf," segir Marteinn og kveður MP hafa viljað nýta eins og kostur var heimild til að fjárfesta í erlendum ríkisskuldabréfum. „Annað sem við gerðum var að hafa hlutabréfaeign í algjöru lágmarki og vorum á sama tíma yfirviktuð í verðtryggðum innlendum ríkisskuldabréfum og líka í erlendum ríkisskuldabréfum," segir hann. Vignir Jónsson, hagfræðingur hjá Askar Capital, segir að þótt nokkru hafi munað á ávöxtun Nýja Kaupþings og MP Banka fyrir Tryggingarsjóðinn í fyrra sé varhugavert að draga of miklar ályktanir af því. „Horfa þarf á lengra tímabil en eitt ár til að bera slíkt saman," segir hann, án þess að vilja draga úr því að ávöxtun hafi verið býsna góð hjá Tryggingarsjóðnum í fyrra. „Og má í raun segja að fjárfestingarstefna sjóðsins hafi sannað gildi sitt í fyrra. Þar miðar allt við að sjóðurinn fari í mjög varkárar eignir." Eftir samruna við Ráðgjöf og efnahagsspár tóku Askar við því verkefni að vinna með Tryggingarsjóðnum í að móta fjárfestingarstefnu og hafa eftirlit með þeim sem stýra eignum fyrir sjóðinn. „Svo höfum við líka metið tilboð í eignastýringu og slíkt," bætir Vignir við.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira