Sérstakur saksóknari fundaði í morgun með Evu Joly en samkvæmt heimildum Vísis er það meðal annars vegna óánægju hennar í starfi en hún hefur hótað að hætta störfum. Ekki er ljóst í hverju óánægjan felst.
Þegar haft var samband við Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara, þá vildi hann ekki tjá sig um málið.
Hann staðfesti hinsvegar að það hefði verið fundur í morgun, hann hafi hinsvegar verið faglegur.
Samkvæmt heimildum Vísis hefur engin lending orðið í deilu Evu við embætti sérstaks saksóknara en meðal þess sem hún á að vera ónægð með er að ráðleggingum hennar er ekki fylgt nógu fast eftir.
Annar fundur með Evu verður haldinn á morgun þar sem reynt verður að ná samkomulagi um deilumálin.