Forráðamenn Bayern Munchen voru fljótir að gefa frá sér yfirlýsingu þegar fjölmiðlar í Frakklandi byrjuðu að slúðra um meintan áhuga liða á Franck Ribery.
Félagið segir franska landsliðsmanninn alls ekki til sölu og framkvæmdastjórinn Uli Hoeness segir að kauptilboð verði að byrja í 150 milljónum evra ef Bayern eigi svo mikið sem að hlusta á þau.
Ribery er 25 ára gamall og er samningsbundinn Bayern til 2011. Hann hefur spilað mjög vel með liði sínu í vetur, en hefur reyndar látið hafa eftir sér að hann langi í framtíðinni að eiga tök á að spila fyrir stórlið á borð við Real Madrid, Barcelona, Chelsea eða Barcelona.