Innlent

Bíræfni bílþjófurinn ákærður vegna brota sinna

Þessum silfurgráa VW Golf árgerð 2003 fékk sá bíræfni að aka til reynslu í nóvember á síðasta ári.
Þessum silfurgráa VW Golf árgerð 2003 fékk sá bíræfni að aka til reynslu í nóvember á síðasta ári.

Maður sem sigldi undir fölsku flaggi í nóvember á síðasta ári og gekk meðal annars undir viðurnefninu Bífræfni bílþjófurinn þarf nú að svara fyrir hegðun sína fyrir dómstólum. Maðurinn framvísaði skilríkjum sem hann hafði stolið nokkru áður á bílasölum og fékk að reynslukeyra ýmsar bifreiðar. Bílasölurnar heyrðu síðan lítið í honum og lögregla fór í málið. Hann náðist nokkrum dögum síðar í Borgarnesi. Hann er nú ákærður fyrir að hafa ekið tveimur bifreiðum í heimildarleysi og að hafa stolið hljómflutningstækjum úr annarri bifreið. Málið var þingfest í héraðsdómi Reykjaness í dag.

Málið kom upp í nóvember á síðasta ári en nokkuð var fjallað um það hér á Vísi. Upphaf málsins má reyndar rekja til 30.október á síðasta ári þegar hann stal veski frá öðrum manni. Næstu þrjár vikurnar gekk hann undir nafninu Stefán og nýtti sér skilríki mannsins til þess að sigla undir fölsku flaggi. Hann stal hverri bifreiðinni á eftir annarri og tók út vörur og þjónustu fyrir um 90 þúsund krónur á stolið kreditkort. Þar á meðal tók hann út sígarettur fyrir tugi þúsunda, greiddi hótelreikning og greiddi reikning hjá dýralækni.

Vísir ræddi við Guðna Daníelsson framkvæmdarstjóra Bílahússins í Njarðvík, en þangað mætti maðurinn og þáði kakó, bakkelsi, og hrósaði hvoru tveggja í hástert. Sagði hann jólakökuna góða og Bílahúsið gott heim að sækja. „Menn launa misjafnlega," sagði framkvæmdarstjórinn við Vísi eftir að ljóst var að maðurinn skilaði ekki ljósgráum VW Golf árgerð 2003, sem hann hafði fengið að reynsluaka.

Í kjölfar fréttar Vísis bárust fjölmargar ábendingar og sást til mannsins víða um land. Meðal annars var hann á Akranesi, Hvolsvelli og Laugarvatni. Hann var síðan handtekin í Borgarnesi eins og fyrr segir.

Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einnig gerir eigandi bifreiðar, sem maðurinn stal bassahátalara, 800 watta hátölurum, Soundstorm magnara, geisladiskamöppu með 30-40 diskum og varadekki úr, kröfu um skaðabætur upp á rúmlega 200.000 krónur.






Tengdar fréttir

Stal fjölda bíla með stolnum skilríkjum

Bíræfni bílþjófurinn stal veski frá Stefáni Má Haraldssyni þann 30 október síðastliðinn. Frá þeim tíma, eða á nærri þriggja vikna tímabili nýtti hann sér skilríki

Bíræfni bílþjófurinn laus úr haldi

Bíræfni bílþjófurinn sem lögreglan handsamaði í Borgarnesi í gærmorgun er laus úr haldi. Ekki reyndist grundvöllur til að fara fram á gæsluvarðhald fyrir manninum. Lögreglan vinnur áfram að rannsókn málsins.

Bíræfni bílþjófurinn stöðvaður í Borgarnesi

Vísir sagði í gær frá manni sem heimsótti Bílahúsið í Reykjanesbæ á laugardaginn. Þáði hann kakó, köku og fékk að reynsluaka silfurlituðum Volkswagen Golf. Var maðurinn hinn viðmótlegasti en bílnum hefur hann enn ekki skilað. Guðni Daníelsson framkvæmdarstjóri Bílahúss segist hafa fengið mikil viðbrögð í kjölfar fréttar Vísis í gær og sést hafi til bílþjófsins víða um land. Lögreglan í Borgarnesi hafði hinsvegar uppi á manninum fyrir stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×