Viðskipti erlent

Japanir örva hagkerfið með innspýtingu

Taro Aso, forsætisráðherra Japans.
Taro Aso, forsætisráðherra Japans. MYND/AP
Stjórnvöld í Japan hafa greint frá þeirri fyrirætlun sinni að veita 150 milljörðum dollurum í efnahagshvetjandi aðgerðir. Upphæðin samsvarar rúmlega 19 þúsund milljörðum íslenskra króna.

Með aðgerðum sínum hyggst japanska ríkisstjórnin örva hagkerfið. Meðal annars vill stjórnin styðja við bifreiðaiðnaðinn í landinu sem og raftækjaframleiðendur sem orðið hafa hvað verst úti í fjármálakreppunni.

Yfirstandi kreppa er talin vera sú dýpsta í Japan frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar.

Áætlun stjórnarinnar verður lögð fyrir japanska þingið síðar í mánuðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×