Innlent

Krefjast tafarlausra aðgerða

Einstæð tveggja barna móðir, sem segist ekki lengur eiga í sig eða á, var í hópi mótmælenda sem kröfðust í dag tafarlausra aðgerða til að bæta erfiða stöðu heimilanna í landinu.

Hátt í hundrað manns hittust við Alþingi skömmu eftir hádegi til að mótmæla aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart stöðu heimilanna í landinu.

Hópurinn gekk skömmu eftir að hann kom saman frá Alþingi að Stjórnarráðinu. Jóhanna Ólafsdóttir, einstæð tveggja barna móðir, var í hópi mótmælenda. Hún keypti sér íbúð á tíu og hálfa milljón og skuldar í dag átján milljónir. Hún segir stöðu sína slæma og varla eiga í sig eða á.

Þegar hópurinn kom að Stjórnarráðinu komu komu forsætis- og fjármálaráðherra út á tröppur og buðu talsmönnum hans inn á sinn fund til að ræða málin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×