Viðskipti innlent

Forstjóri Atorku lætur af störfum

Magnús Jónsson forstjóri Atorku.
Magnús Jónsson forstjóri Atorku.

Magnús Jónsson hefur í dag látið af störfum sem forstjóri Atorku Group hf. í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu félagsins, að því er segir í tilkynningu frá félaginu.

Atorka fékk greiðslustöðvun til þriggja mánaða í lok júní í sumar og rennur hún því út um komandi mánaðarmót.

Í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í sumar sagði m.a. að undanfarna mánuði hafa átt sér stað viðræður um möguleika á fjárhagslegri endurskipulagningu Atorku Group. Sérfræðingar hafa lagt mat á virði eignasafns Atorku og líklega þróun verðmætis þess á næstu árum.

„Niðurstöður þeirra staðfesta að skynsamlegt sé að vinna áfram að því að hámarka virði eigna Atorku á næstu árum. Fyrir liggur hins vegar að eigið fé félagsins telst neikvætt. Hafa lánardrottnar félagsins því gert kröfu um að hlutafé núverandi hluthafa verði fært niður, samhliða yfirtöku á félaginu á grundvelli nauðasamninga," sagði í tilkynningu frá því í júlí s.l.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×