Fótbolti

Sir Alex Ferguson mælir með George Graham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
George Graham fær hrós frá Sir Alex Ferguson.
George Graham fær hrós frá Sir Alex Ferguson. Mynd/Getty
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, skilur ekki af hverju George Graham, fyrrum stjóri Arsenal, Leeds United og Tottenham Hotspur, hafi ekki verið nefndur til sögunnar sem mögulegur næsti þjálfari skoska landsliðsins. Craig Levein, þjálfari Dundee United, þykir nú líklegastur til að hreppa hnossið.

„Það hafa verið 37 nöfn nefnd til sögunnar en ég vil vita af hverju George Graham var ekki í hópi þeirra. Ég hef ekki talað við hann og veit því ekki hvernig stendur á hjá honum en hann er mjög góður stjóri. Hann er sterkur karakter, hefur mikinn aga og er einmitt maðurinn sem skoska landsliðið þarf á að halda," sagði Sir Alex Ferguson.

George Graham stýrði síðast Tottenham árið 2001 en Arsenal varð tvisvar enskur meistari undir hans stjórn eða árin 1989 og 1991. Graham gerði Arsenal einnig einu sinni að bikarmeisturum (1993) og þá vann hann enska deildabikarinn þrisvar, tvisvar með Arsenal og einu sinni með Tottenham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×