Fótbolti

Beckham ætlar að gerast eigandi liðs í MLS-deildinni

Ómar Þorgeirsson skrifar
David Beckham.
David Beckham. Nordic photos/AFP

Stórstjarnan David Beckham hjá LA Galaxy kveðst reikna með því að gerast eigandi liðs í MLS-deildinni þegar knattspyrnuferli sínum ljúki en útilokar að fara út í þjálfun.

Hinn 34 ára gamli Beckham er hins vegar langt frá því að vera að fara að leggja skóna á hilluna.

„Ég elska fótbolta og vill því vera tengdur honum áfram með einhverjum hætti þegar ég legg skóna endanlega á hilluna og mér finnst ekki ólíklegt að ég muni reyna að gerast eigandi liðs í MLS-deildinni í framtíðinni. Það er eitthvað sem heillar mig.

Ég tel hins vegar að ég eigi enn góð tvö, þrjú eða jafnvel fjögur ár eftir í boltanum áður en ég hætti," er haft eftir Beckham í viðtali við Sky Sports fréttastofuna.

Beckham verður í eldlínunni með LA Galaxy í úrslitaleik MLS-deildarinnar gegn Real Salt Lake í nótt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×