15. meistaratitill LA Lakers Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. júní 2009 08:59 Kobe Bryant með bikarana tvo og fjóra fingur á lofti eftir leikinn í nótt. Nordic Photos / AFP Los Angeles Lakers vann í nótt sinn 15. NBA-meistaratitil í sögu félagsins eftir sigur á Orlando Magic, 99-86, í úrslitarimmu liðanna í nótt. Þar með vann Lakers rimmuna með fjórum leikjum gegn einum. Þetta var fyrsti titill Lakers í sjö ár en síðast vann félagið titil þegar að Kobe Bryant og Shaquille O'Neal léku saman með liðinu. Saman unnu þeir þrjá titla og það eina sem Kobe hefur heyrt undanfarin sjö ár var hvort hann gæti unnið titilinn með Lakers án Shaq. Það tókst loksins í nótt. Bryant skoraði 30 stig í leiknum og samtals 32,4 stig að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Hann var útnefndur verðmætasti leikmaður úrslitakeppninar eftir leik. „Þetta var eins og kínversk vatnspynting," sagði Bryant um áðurnefnda umræðu tengda Shaquille O'Neal. „Ég fékk hroll í hvert skiptið sem umræðan kom upp. En ég varð að takast á við þessa áskorun. Þessi umræða myndi ekki hverfa fyrr en maður gerði eitthvað í þessu." „Ég held að við, sem lið, svöruðum kallinu. Þeir skildu hvaða áskorun ég þurfti að takast á við og við tókum henni allir." Shaquille O'Neal sjálfur óskaði Kobe til hamingju á Twitter-síðunni sinni. „Til hamingju, Kobe - þú átt þetta skilið. Þú spilaðir frábærlega. Njóttu þess, maður. Njóttu þess." Phil Jackson vann sinn tíunda meistaratitill í nótt sem er met. Hann vann sex titla með Michael Jordan í Chicago og hefur nú unnið fjóra titla með Kobe í Los Angeles. Hann og Red Auerbach, fyrrum þjálfari Celtic, deildu metinu með níu meistaratitla þar til í nótt. Auerbach lést árið 2006. „Ég mun reykja vindil í kvöld til minningar um Red. Hann var frábær maður." Frábærri úrslitakeppni er því lokið þó svo að lokaúrslitin sjálf hafi óneitanlega valdið einhverjum vonbrigðum. Orlando kom á óvart með því að leggja Cleveland í úrslitum Austurdeildarinnar en tapaði svo 4-1 fyrir Lakers í lokaúrslitunum. Lakers byrjaði á því að vinna Utah í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og lenti svo í sjö leikja hrinu gegn Houston sem missti Yao Ming í meiðsli í miðri rimmunni. Lakers vann svo Denver í úrslitum Vesturdeildarinnar. Orlando byrjaði betur í leiknum í nótt en Lakers náði forystunni undir lok annars leikhluta og lét hana aldrei af hendi eftir það. Lamar Odom skoraði sautján stig fyrir Lakers og tók tíu fráköst. Trevor Ariza var með fimmtán stig og Pau Gasol fjórtán stig og fimmtán fráksöt. Derek Fisher var með þrettán stig. Rashard Lewis skoraði átján stig fyrir Orlando og tók tíu fráköst. Dwight Howard var með ellefu stig og tíu fráköst en þrír leikmenn, Hedo Turkoglu, Courtney Lee og Rafer Alson skoruðu tólf stig hver í leiknum. NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Sjá meira
Los Angeles Lakers vann í nótt sinn 15. NBA-meistaratitil í sögu félagsins eftir sigur á Orlando Magic, 99-86, í úrslitarimmu liðanna í nótt. Þar með vann Lakers rimmuna með fjórum leikjum gegn einum. Þetta var fyrsti titill Lakers í sjö ár en síðast vann félagið titil þegar að Kobe Bryant og Shaquille O'Neal léku saman með liðinu. Saman unnu þeir þrjá titla og það eina sem Kobe hefur heyrt undanfarin sjö ár var hvort hann gæti unnið titilinn með Lakers án Shaq. Það tókst loksins í nótt. Bryant skoraði 30 stig í leiknum og samtals 32,4 stig að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Hann var útnefndur verðmætasti leikmaður úrslitakeppninar eftir leik. „Þetta var eins og kínversk vatnspynting," sagði Bryant um áðurnefnda umræðu tengda Shaquille O'Neal. „Ég fékk hroll í hvert skiptið sem umræðan kom upp. En ég varð að takast á við þessa áskorun. Þessi umræða myndi ekki hverfa fyrr en maður gerði eitthvað í þessu." „Ég held að við, sem lið, svöruðum kallinu. Þeir skildu hvaða áskorun ég þurfti að takast á við og við tókum henni allir." Shaquille O'Neal sjálfur óskaði Kobe til hamingju á Twitter-síðunni sinni. „Til hamingju, Kobe - þú átt þetta skilið. Þú spilaðir frábærlega. Njóttu þess, maður. Njóttu þess." Phil Jackson vann sinn tíunda meistaratitill í nótt sem er met. Hann vann sex titla með Michael Jordan í Chicago og hefur nú unnið fjóra titla með Kobe í Los Angeles. Hann og Red Auerbach, fyrrum þjálfari Celtic, deildu metinu með níu meistaratitla þar til í nótt. Auerbach lést árið 2006. „Ég mun reykja vindil í kvöld til minningar um Red. Hann var frábær maður." Frábærri úrslitakeppni er því lokið þó svo að lokaúrslitin sjálf hafi óneitanlega valdið einhverjum vonbrigðum. Orlando kom á óvart með því að leggja Cleveland í úrslitum Austurdeildarinnar en tapaði svo 4-1 fyrir Lakers í lokaúrslitunum. Lakers byrjaði á því að vinna Utah í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og lenti svo í sjö leikja hrinu gegn Houston sem missti Yao Ming í meiðsli í miðri rimmunni. Lakers vann svo Denver í úrslitum Vesturdeildarinnar. Orlando byrjaði betur í leiknum í nótt en Lakers náði forystunni undir lok annars leikhluta og lét hana aldrei af hendi eftir það. Lamar Odom skoraði sautján stig fyrir Lakers og tók tíu fráköst. Trevor Ariza var með fimmtán stig og Pau Gasol fjórtán stig og fimmtán fráksöt. Derek Fisher var með þrettán stig. Rashard Lewis skoraði átján stig fyrir Orlando og tók tíu fráköst. Dwight Howard var með ellefu stig og tíu fráköst en þrír leikmenn, Hedo Turkoglu, Courtney Lee og Rafer Alson skoruðu tólf stig hver í leiknum.
NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Sjá meira