Innlent

Brennuvargur með hass á Litla Hrauni

Guðmundur Freyr Magnússon sem dæmdur var í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa meðal annars kveikt í parhúsi á Þorlákshöfn sem hann hafði skömmu áður rænt árið 2007 hefur verið kærður fyrir fíkniefnalagabrot. Guðmundur var í tvígang tekinn fyrir vörslu hass og tóbaksblandaðra kannabisefna í klefa sínum á Litla Hrauni.

Í febrúar á síðasta ári fundust 0,53 gr. af hassi og 0,40 gr. af tóbaksblönduðu kannabisefni í klefa Guðmundar á Litla Hrauni. Í október fundust síðan tæp 10 gr. af hassi í klefa Guðmundar. Þess er krafist að Guðmundur verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Guðmundur var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í desember árið 2007 en hann kveikti meðal annars í umræddu húsi sem hann hafði skömmu áður rænt. Kona og tvö börn voru sofandi í hinum hluta parhússins þegar Guðmundur lagði eld að húsinu. Það varð þeim til björgunar að nágranni vakti þau og kom þeim út. Þetta var í janúar á þessu ári.

Auk íkveikjunnar og ránsins í Þorlákshöfn var Guðmundur dæmdur fyrir að hafa farið inn í söluturn í Fellahverfi vopnaður hníf og heimtað peninga. Þegar afgreiðslumaðurinn neitaði og flúði söluturninn elti Guðmundur hann með hnífinn en gafst fljótlega upp. Þetta átti sér stað í september í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×