Handbolti

Aðalsteinn líklega áfram hjá Kassel

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aðalsteinn Reynir Eyjólfsson.
Aðalsteinn Reynir Eyjólfsson. Mynd/Vilhelm

Flest bendir til þess að handboltaþjálfarinn Aðalsteinn Reynir Eyjólfsson verði áfram hjá þýska félaginu Kassel. Guðjón Drengsson og Daníel Berg Grétarsson eru farnir frá félaginu og Jóhann Gunnar Einarsson verður líklega ekki áfram hjá liðinu.

„Þetta endar sennilega með því að ég skrifi undir nýjan samning við félagið. Ég fer utan 4. janúar og skrifa annað hvort undir þá eða daginn eftir," sagði Aðalsteinn Reynir við Vísi í dag.

Hann var í viðræðum við tvö þýsk 2. deildarfélög. Annað liðið er úr sögunni en hitt liðið er enn að skoða sín mál.

„Auðvitað er ég spenntur fyrir því að ég eitthvað komi út úr því máli. Ég horfi svolítið mikið á símann þessa dagana og vona að hann hringi. Það er ekki auðvelt að komast að hjá góðu 2. deildarfélagi og þar þarf líka heppni að koma til. Sérstaklega ef maður er aðeins 32 ára og ekki með mikla reynslu," sagði Aðalsteinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×