Þrír vogunarsjóðir eiga rúm tíu prósent krafna í Glitni 15. desember 2009 06:00 árni tómasson Formaður skilanefndar Glitnis segir mikið um varúðarkröfur í bú fallna bankans. Fréttablaðið/GVA Ætla má að kröfuhafar sem lýstu kröfum í bú Glitnis fái á bilinu 690 til 860 milljarða króna af þeim 3.436 milljörðum sem sendar voru inn, eða á bilinu 20 til 23 prósent. Þrír vogunarsjóðir eiga saman rúm tíu prósent krafna í þrotabú bankans, eða upp á um 350 milljarða króna. Fjármálafyrirtækið Burlington Loan Managment, sem skráð er á Írlandi en tengist bandaríska vogunarsjóðnum Davidson Kempner Capital Management, á hæstu kröfuna, sem hljóðar upp á 150 milljarða króna. Það jafngildir um fjórum prósentum af heildarkröfum. Hinir tveir eru alþjóðlega félagið York Capital Management og bandaríski sjóðurinn Eton Park Capital Management. Kröfulýsingar síðastnefndu félaganna falla undir nokkra undirsjóði. Krafa hvors þeirra hljóðar upp á um hundrað milljarða króna. Sjóðirnir, ásamt Davidson Kempner, áttu allir kröfu í bú Landsbankans og má gera ráða fyrir að þeir verði jafnframt fyrirferðarmiklir í kröfuhafahópi Kaupþings þegar frestur rennur út til að lýsa kröfu í búið um áramót. Á meðal annarra kröfuhafa eru hefðbundnari fjármálafyrirtæki. Þeirra stærst er breski bankinn Royal Bank of Scotland með kröfu upp á 130 milljarða króna. Þá gerir Deka Bank í Þýskalandi kröfu upp á níutíu milljarða og þýski bankinn KfW, kröfu upp á 34 milljarða. Aðrir bankar gera öllu lægri kröfur í búið. Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, segir að lýst hafi verið kröfum í búið upp á hundruð milljarða af varúðarástæðum. Þar á meðal er hundrað milljarða króna krafa frá Tryggingarsjóði innstæðueigenda, sem hafi verið lýst til vara ef neyðarlögin héldu ekki og upp á 127 milljarða króna frá Glitni í Lúxemborg. „Krafan frá Lúxemborg er varúðarkrafa sem var send inn til vara ef samkomulag við Seðlabanka Lúxemborgar um uppgjör við dótturfélag Glitnis þar gengi ekki eftir. Líkurnar á að okkur takist ekki að efna þann samning eru nánast engar," segir Árni en vill ekki segja til um hvað megi ætla að há krafa falli niður. Ljóst er að hún hljóðar upp á rúma tvo hundruð milljarða króna. Skilanefndin fundar með kröfuhöfum á næstu dögum þar sem farið verður yfir kröfuhafaskrána. jonab@frettabladid.is Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Ætla má að kröfuhafar sem lýstu kröfum í bú Glitnis fái á bilinu 690 til 860 milljarða króna af þeim 3.436 milljörðum sem sendar voru inn, eða á bilinu 20 til 23 prósent. Þrír vogunarsjóðir eiga saman rúm tíu prósent krafna í þrotabú bankans, eða upp á um 350 milljarða króna. Fjármálafyrirtækið Burlington Loan Managment, sem skráð er á Írlandi en tengist bandaríska vogunarsjóðnum Davidson Kempner Capital Management, á hæstu kröfuna, sem hljóðar upp á 150 milljarða króna. Það jafngildir um fjórum prósentum af heildarkröfum. Hinir tveir eru alþjóðlega félagið York Capital Management og bandaríski sjóðurinn Eton Park Capital Management. Kröfulýsingar síðastnefndu félaganna falla undir nokkra undirsjóði. Krafa hvors þeirra hljóðar upp á um hundrað milljarða króna. Sjóðirnir, ásamt Davidson Kempner, áttu allir kröfu í bú Landsbankans og má gera ráða fyrir að þeir verði jafnframt fyrirferðarmiklir í kröfuhafahópi Kaupþings þegar frestur rennur út til að lýsa kröfu í búið um áramót. Á meðal annarra kröfuhafa eru hefðbundnari fjármálafyrirtæki. Þeirra stærst er breski bankinn Royal Bank of Scotland með kröfu upp á 130 milljarða króna. Þá gerir Deka Bank í Þýskalandi kröfu upp á níutíu milljarða og þýski bankinn KfW, kröfu upp á 34 milljarða. Aðrir bankar gera öllu lægri kröfur í búið. Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, segir að lýst hafi verið kröfum í búið upp á hundruð milljarða af varúðarástæðum. Þar á meðal er hundrað milljarða króna krafa frá Tryggingarsjóði innstæðueigenda, sem hafi verið lýst til vara ef neyðarlögin héldu ekki og upp á 127 milljarða króna frá Glitni í Lúxemborg. „Krafan frá Lúxemborg er varúðarkrafa sem var send inn til vara ef samkomulag við Seðlabanka Lúxemborgar um uppgjör við dótturfélag Glitnis þar gengi ekki eftir. Líkurnar á að okkur takist ekki að efna þann samning eru nánast engar," segir Árni en vill ekki segja til um hvað megi ætla að há krafa falli niður. Ljóst er að hún hljóðar upp á rúma tvo hundruð milljarða króna. Skilanefndin fundar með kröfuhöfum á næstu dögum þar sem farið verður yfir kröfuhafaskrána. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira