Innlent

Sjö stúlkur börðu 15 ára stúlku í Heiðmörk

Farið var með 15 ára stúlku í Heiðmörk í dag þar sem hún var barin illa. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru árásarmennirnir hópur sjö stúlkna á aldrinum 16 til 17 ára og höfðu tvær þeirra sig hvað mest frammi. Fórnarlamið var skilið eftir við verslunarmiðstöð í Hafnarfirði. Hjá lögreglu fengust þær upplýsingar að rannsókn málsins væri á frumstigi.

Samkvæmt heimildum taldi ein af stúlkunum sig eiga óuppgerðar sakir við fórnarlambið sem býr í Hlíðunum. Sú fékk fórnarlambið til að ræða við sig í bifreið sinni seinnipartinn í dag. Við Suðurver settust sex vinkonur stúlkunnar í bifreiðina sem var í framhaldinu ekið í Heiðmörk. Þar var hin 15 ára gamla stúlka dregin út úr bifreiðinni og hún lamin. Þar gengu tvær af stúlkunum hvað harðast fram og veittu fórnarlambinu meðal annars höfuðhögg.

Stúlkurnar sjö óku því næst með fórnarlambið og skildu hana eftir við verslunarmiðstöðina Fjörðinn í Hafnarfirði. Þar kallaði stúlkan eftir aðstoð og í framhaldinu var farið með hana á slysadeild.

Eftir að gert var að sárum hennar fór á hún á lögreglustöð í fylgd með foreldrum sínum og gerði grein fyrir árásinni, segir varðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt honum var stúlkan með talsverða áverka á andliti.

Rannsókn málsins er á frumstigi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×