Enski boltinn

Ireland baunar á Elano

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ireland í leik með City gegn United.
Ireland í leik með City gegn United. Nordic Photos / Getty Images

Stephen Ireland, leikmaður Manchester City, segir að brotthvarf Elano frá félaginu hafi haft góð áhrif á Robinho en þeir síðarnefndu eru báðir Brasilíumenn.

Robinho hefur verið sterklega orðaður við Barcelona en City hefur hafnað þeim orðrómi og segir að Robinho sé ánægður hjá félaginu.

Ireland sagði svo í við enska fjölmiðla að Elano hafi haft slæm áhrif á Robinho.

„Það er ekki ætlun mín að vera harðorður gagnvart Elano en brotthvarf hans hefur reynst vera blessun fyrir Robinho."

„Þeir voru mikið saman eins og þeir væru í klíku og maður sá ekki mikið til Robinho. En hann er breyttur maður í dag og lætur sig mikið varða um félagið."

„Hann virðist vera mjög ánægður, sem og fjölskylda hans."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×