Tiger hætti vegna hálsmeiðsla þegar ellefu holur voru eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2010 09:30 Tiger Woods. Mynd/AP Tiger Woods kláraði ekki lokahringinn á Players-meistaramótinu í golfi í nótt þar sem hann varð að hætta vegna hálsmeiðsla þegar hann var búinn með 7 af 18 holum á lokahringnum. Þetta var aðeins þriðja mótið hjá Tiger eftir að hann snéri aftur út á golfvöllinn eftir kynlífshneykslið sitt. Hann var tveimur yfir pari á lokadeginum en tveimur undir pari í öllu mótinu þegar hann varð að hætta. „Ég hef verið að spila í mánuð með verki í hálsinum. Ég hef verið að spila í gegnum sársaukan en ég gat það bara ekki lengur. Þetta er farið að leiða niður í fingurna," sagði Tiger Woods sem ætlar að fara í myndatöku í næstu viku en varð líklega fyrir þessum meiðslum á Masters-mótinu. Tiger var í 45. sæti á mótinu þegar hann varð að hætta en hann hafði ekki hætt í miðju móti síðan árið 2006 þegar hann varð að hætta keppni vegna flensu. Suður-Afríkumaðurinn Tim Clark vann Players-mótið en hann lék á einu höggi betur en Robert Allenby og Lee Westwood. Westwood var með forustuna fyrir lokadaginn. Golf Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Tiger Woods kláraði ekki lokahringinn á Players-meistaramótinu í golfi í nótt þar sem hann varð að hætta vegna hálsmeiðsla þegar hann var búinn með 7 af 18 holum á lokahringnum. Þetta var aðeins þriðja mótið hjá Tiger eftir að hann snéri aftur út á golfvöllinn eftir kynlífshneykslið sitt. Hann var tveimur yfir pari á lokadeginum en tveimur undir pari í öllu mótinu þegar hann varð að hætta. „Ég hef verið að spila í mánuð með verki í hálsinum. Ég hef verið að spila í gegnum sársaukan en ég gat það bara ekki lengur. Þetta er farið að leiða niður í fingurna," sagði Tiger Woods sem ætlar að fara í myndatöku í næstu viku en varð líklega fyrir þessum meiðslum á Masters-mótinu. Tiger var í 45. sæti á mótinu þegar hann varð að hætta en hann hafði ekki hætt í miðju móti síðan árið 2006 þegar hann varð að hætta keppni vegna flensu. Suður-Afríkumaðurinn Tim Clark vann Players-mótið en hann lék á einu höggi betur en Robert Allenby og Lee Westwood. Westwood var með forustuna fyrir lokadaginn.
Golf Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira