Ljós er að ekki þarf að kjósa til sveitastjórnar á Skagaströnd þar sem einungis einn listi býður þar fram samkvæmt fréttavefnum Feykir.is.
Þar segir að veittur var lögbundinn tveggja daga frestur til þess að annað framboð mætti koma fram en enginn bauð sig fram.
Eru fulltrúar Skagastrandarlistans því sjálfkjörnir aðal- og varamenn í sveitastjórn Skagastrandar næstu fjögur árin.
Þrjú eftstu sætin skipa Adolf H. Berndsen, Halldór G. Ólafsson og Péturína L. Jakobsdóttir.