Björgólfur Thor: Icesave og Landsbankann ekki blórabögglar 19. ágúst 2010 14:28 Björgólfur Thor Björgólfsson. Mynd/Anton Brink „Það, að stjórnmálamenn kjósi nú að gera Icesave og Landsbankann að blóraböggli, er á engan hátt eðlilegt, einkum þegar haft er í huga að formleg ábyrgð íslenska ríkisins á Icesave skuldbindingum kom til eftir að ríkisvaldið tók yfir Landsbankann og stjórnmálamenn hófu bein afskipti að málefnum bankans," segir Björgólfur Thor Björgólfsson í ávarpi á vefsíðu sem opnaði í dag þar sem hann birtir gögn yfir öll hans viðskipti hér á landi aftur til ársins 2002.Boðið upp á misvísandi fréttir Björgólfur Thor segir að frá falli íslensku bankanna haustið 2008 hafi almenningi verið boðið upp á afar misvísandi fréttir af íslensku viðskiptalífi á árunum fyrir hrun. Oft hafi verið þrautin þyngri að greina sannleikann frá hálfsannleika og hreinum uppspuna. Björgólfur Thor hvetur lesendur vefsíðunar til að til að skoða efni hennar rækilega og gera athugasemdir. „Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls bankanna og tengda atburði er mikilvægt innlegg fyrir alla sem vilja átta sig á hvers vegna mál þróuðust á versta veg, hver var ábyrgð hverra, hverjir fóru offari og hverjir sváfu á verði og hvort farið var á svig við lög og reglur. Ég mun ekki á nokkurn hátt víkja mér undan ábyrgð, en ég kvíði heldur ekki endanlegum dómi þeirra sem kynna sér alla málavöxtu."Tákngervingur alls þess sem úrskeiðis fór Í ávarpi sínu fjallar Björgólfur Thor um Icesavedeiluna við Breta og Hollendinga. Hann segir að frá hruni bankakerfisins hafi deilan orðið tákngervingur alls þess sem úrskeiðis fór. Hann bendi á hann hafi ekki tekið ákvörðun um stofnun þeirra reikninga. „Hins vegar vil ég benda á, að enginn varð til þess að vara við Icesave á sínum tíma, heldur var framtakið þvert á móti lofað í hástert og meira að segja verðlaunað, bæði hér heima og erlendis. Icesave-reikningarnir voru ekki svar við lausafjárvanda Landsbankans, eins og sumir eftiráskýrendur hafa haldið fram, heldur eðlilegt framhald af starfsemi bankans í útlöndum, áður en lánsfjárvandi gerði vart við sig á alþjóðlegum fjármálamarkaði, eins og fram hefur komið hjá öðrum bankastjóra Landsbankans," segir Björgólfur Thor og gagnrýnir að stjórnmálamenn kjósi nú að gera bæði Icesave og Landsbankanna að blórabögglum. Hægt er að skoða vefsíðuna hér. Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
„Það, að stjórnmálamenn kjósi nú að gera Icesave og Landsbankann að blóraböggli, er á engan hátt eðlilegt, einkum þegar haft er í huga að formleg ábyrgð íslenska ríkisins á Icesave skuldbindingum kom til eftir að ríkisvaldið tók yfir Landsbankann og stjórnmálamenn hófu bein afskipti að málefnum bankans," segir Björgólfur Thor Björgólfsson í ávarpi á vefsíðu sem opnaði í dag þar sem hann birtir gögn yfir öll hans viðskipti hér á landi aftur til ársins 2002.Boðið upp á misvísandi fréttir Björgólfur Thor segir að frá falli íslensku bankanna haustið 2008 hafi almenningi verið boðið upp á afar misvísandi fréttir af íslensku viðskiptalífi á árunum fyrir hrun. Oft hafi verið þrautin þyngri að greina sannleikann frá hálfsannleika og hreinum uppspuna. Björgólfur Thor hvetur lesendur vefsíðunar til að til að skoða efni hennar rækilega og gera athugasemdir. „Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls bankanna og tengda atburði er mikilvægt innlegg fyrir alla sem vilja átta sig á hvers vegna mál þróuðust á versta veg, hver var ábyrgð hverra, hverjir fóru offari og hverjir sváfu á verði og hvort farið var á svig við lög og reglur. Ég mun ekki á nokkurn hátt víkja mér undan ábyrgð, en ég kvíði heldur ekki endanlegum dómi þeirra sem kynna sér alla málavöxtu."Tákngervingur alls þess sem úrskeiðis fór Í ávarpi sínu fjallar Björgólfur Thor um Icesavedeiluna við Breta og Hollendinga. Hann segir að frá hruni bankakerfisins hafi deilan orðið tákngervingur alls þess sem úrskeiðis fór. Hann bendi á hann hafi ekki tekið ákvörðun um stofnun þeirra reikninga. „Hins vegar vil ég benda á, að enginn varð til þess að vara við Icesave á sínum tíma, heldur var framtakið þvert á móti lofað í hástert og meira að segja verðlaunað, bæði hér heima og erlendis. Icesave-reikningarnir voru ekki svar við lausafjárvanda Landsbankans, eins og sumir eftiráskýrendur hafa haldið fram, heldur eðlilegt framhald af starfsemi bankans í útlöndum, áður en lánsfjárvandi gerði vart við sig á alþjóðlegum fjármálamarkaði, eins og fram hefur komið hjá öðrum bankastjóra Landsbankans," segir Björgólfur Thor og gagnrýnir að stjórnmálamenn kjósi nú að gera bæði Icesave og Landsbankanna að blórabögglum. Hægt er að skoða vefsíðuna hér.
Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira