Enski boltinn

Wenger vill fá Cole

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlton Cole í leik með West Ham.
Carlton Cole í leik með West Ham. Nordic Photos / Getty Images
Arsene Wenger er sagður ætla að bjóða níu milljónir punda í Carlton Cole, leikmann West Ham.

Cole hefur áður vakið áhuga annarra liða og hafa forráðamenn West Ham ekki sagðir reiðbúnir að selja hann nema fyrir um 20 milljónir punda.

West Ham hefur þó átt í nokkrum fjárhagsvandræðum og gæti því freistast til að taka tilboði Wenger. Það er Daily Mail sem heldur þessu fram í dag.

Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag telur Wenger helmingslíkur á því að hann muni kaupa nýjan framherja til félagsins vegna meiðsla þeirra Robin van Persie og Nicklas Bendtner.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×