Segir augljóst að ekki sé hægt að reiða sig á Ísland Brjánn Jónasson skrifar 6. janúar 2010 00:01 Wouter Bos Það er algerlega óásættanlegt ætli íslensk stjórnvöld ekki að standa við skuldbindingar sínar, segir talsmaður hollenska fjármálaráðuneytisins, spurður um viðbrögð við synjun forsetans á Icesave-lögunum. Haft var eftir Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, í vefútgáfu dagblaðsins de Volkskrant að nú sé ljóst að augljóst sé að ekki sé hægt að reiða sig á Ísland. Hollendingar ættu í framhaldinu að koma því á framfæri við önnur Evrópusambandslönd að mögulega væri rétt að endurskoða aðild Íslands að Evrópska efnahagssamningnum. Ákvörðun forsetans veldur stjórnvöldum miklum vonbrigðum, og í framhaldinu verður rætt við íslensk stjórnvöld um framhald málsins, segir talsmaður hollenska fjármálaráðuneytisins. Í sama streng tók talsmaður breska fjármálaráðuneytisins. Þarlend stjórnvöld ætla einnig að vera í sambandi við íslensk stjórnvöld áður en ákveðið verður hvernig brugðist verður við. Áfram verði unnið með hollenskum stjórnvöldum og innan Evrópusambandsins að lausn málsins. Engin viðbrögð bárust frá Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, í gær. Þingkosningar eru fyrirhugaðar bæði í Bretlandi og Hollandi á árinu. Kosningabaráttan er þegar hafin í Bretlandi fyrir kosningar í vor, en reiknað er með kosningum í haust eða snemma næsta vetur í Hollandi. Icesave Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Það er algerlega óásættanlegt ætli íslensk stjórnvöld ekki að standa við skuldbindingar sínar, segir talsmaður hollenska fjármálaráðuneytisins, spurður um viðbrögð við synjun forsetans á Icesave-lögunum. Haft var eftir Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, í vefútgáfu dagblaðsins de Volkskrant að nú sé ljóst að augljóst sé að ekki sé hægt að reiða sig á Ísland. Hollendingar ættu í framhaldinu að koma því á framfæri við önnur Evrópusambandslönd að mögulega væri rétt að endurskoða aðild Íslands að Evrópska efnahagssamningnum. Ákvörðun forsetans veldur stjórnvöldum miklum vonbrigðum, og í framhaldinu verður rætt við íslensk stjórnvöld um framhald málsins, segir talsmaður hollenska fjármálaráðuneytisins. Í sama streng tók talsmaður breska fjármálaráðuneytisins. Þarlend stjórnvöld ætla einnig að vera í sambandi við íslensk stjórnvöld áður en ákveðið verður hvernig brugðist verður við. Áfram verði unnið með hollenskum stjórnvöldum og innan Evrópusambandsins að lausn málsins. Engin viðbrögð bárust frá Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, í gær. Þingkosningar eru fyrirhugaðar bæði í Bretlandi og Hollandi á árinu. Kosningabaráttan er þegar hafin í Bretlandi fyrir kosningar í vor, en reiknað er með kosningum í haust eða snemma næsta vetur í Hollandi.
Icesave Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira