Phil Mickelson vonast til þess að hrifsa toppsætið á heimslista kylfinga af Tiger Woods á Barclays-mótinu um helgina.
Mickelson hefur verið í öðru sæti listans í 259 vikur sem er met.
Þessi örvhenti kylfingur er að vinna breytingum á upphafshöggum sínum sem hann vonast til að muni fleyta honum á toppinn.
"Það væri svalt að komast á toppinn. Ég hef lagt mikið á mig til þess að komast þangað. Vonandi gengur það upp um helgina," sagði Mickelson.
Vinni hann mótið mun hann fara upp fyrir Tiger sem hefur setið á toppi listans svo árum skiptir.
Það gæti einnig dugað Mickelson að lenda á topp tíu ef það gengur virkilega illa hjá Tiger á mótinu.