Innlent

Morðrannsóknin: Þriðji karlmaðurinn látinn laus

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Karl á fertugsaldri, sem verið hefur í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá því gær vegna rannsóknar á andláti Hannesar Þórs Helgasonar, hefur verið látinn laus.



Í tilkynningu frá lögreglunni segir að ekki hafi verið efni til að krefjast gæsluvarðhalds yfir honum. Þetta er þriðji maðurinn sem lögregla hefur ákveðið að halda yfir nótt eftir yfirheyrslur.



Ellefu dagar eru liðnir frá því að Hannesi Þór var ráðinn bani. Útför hans var gerð frá Víðistaðakirkju í dag að viðstöddu fjölmenni, eins og þegar hefur komið fram á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×