Vettel: Hvert mót mikilvægt í lokaslagnum 26. ágúst 2010 14:39 Sebastian Vettel á fréttamannafundi í Spa í Belgíu i dag. Mynd: Getty Images Sjö mót eru eftir í meistaramótinu í Fornúlu 1 og Sebastian Vettel hjá Red Bull segir titislaginn hefjast fyrir alvöru um helgina, en hann hefur lent í ýmsum ógöngum á árinu. Bíll hefur bilað hjá honum í móti, felguró losnaði af einu dekki þannig að dekkið fór undan í einni keppni. Hann gerði mistök fyrir aftan öryggisbílinn í síðustu keppni sem kostaði hann mögulegan sigur og hann hefur tapað stigum á þessum uppákomum. En hann sýtir ekki orðinn hlut, eins og kemur fram í frétt á autosport.com. "Við ættum að vera með fleiri stig. En það þýðir ekki að fást um ef og hefði. Það eru stigin sem skipta máli á stigatöflunni. Við ættum að hafa fleiri stig, en það eru önnur lið og aðrir ökumenn með svipaðar hugmyndir um eigin stöðu", sagði Vettel. "Staðan er eins og staðan er og við erum á byrjunarreit. Við verðum að einbeita okkur að hverju móti og hvert mót sem eftir eru skiptir máli. Ferrarri og McLaren munu pressa á lokasprettinum, en þeir eru í sömu stöðu og við og staðan er jöfn stigalega séð." "Stigagjöfin er öðruvísi en áður og þó munurinn virðist mikill á blaði, þá er hann nánast engin. Fernando Alonso náði tveimur góðum mótum og náði sér í toppslaginn. Það sýnir best hvað þetta er fljótt að breytast og maður verður að berjast til loka", sagði Vettel. Mótshelgin á Spa er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina og tímatakan og kappaksturinn er í opinni dagskrá. Stigastaðan 1 Mark Webber 161 2 Lewis Hamilton 157 3 Sebastian Vettel 151 4 Jenson Button 147 5 Fernando Alonso 141 6 Felipe Massa 97 7 Nico Rosberg 94 8 Robert Kubica 89 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sjö mót eru eftir í meistaramótinu í Fornúlu 1 og Sebastian Vettel hjá Red Bull segir titislaginn hefjast fyrir alvöru um helgina, en hann hefur lent í ýmsum ógöngum á árinu. Bíll hefur bilað hjá honum í móti, felguró losnaði af einu dekki þannig að dekkið fór undan í einni keppni. Hann gerði mistök fyrir aftan öryggisbílinn í síðustu keppni sem kostaði hann mögulegan sigur og hann hefur tapað stigum á þessum uppákomum. En hann sýtir ekki orðinn hlut, eins og kemur fram í frétt á autosport.com. "Við ættum að vera með fleiri stig. En það þýðir ekki að fást um ef og hefði. Það eru stigin sem skipta máli á stigatöflunni. Við ættum að hafa fleiri stig, en það eru önnur lið og aðrir ökumenn með svipaðar hugmyndir um eigin stöðu", sagði Vettel. "Staðan er eins og staðan er og við erum á byrjunarreit. Við verðum að einbeita okkur að hverju móti og hvert mót sem eftir eru skiptir máli. Ferrarri og McLaren munu pressa á lokasprettinum, en þeir eru í sömu stöðu og við og staðan er jöfn stigalega séð." "Stigagjöfin er öðruvísi en áður og þó munurinn virðist mikill á blaði, þá er hann nánast engin. Fernando Alonso náði tveimur góðum mótum og náði sér í toppslaginn. Það sýnir best hvað þetta er fljótt að breytast og maður verður að berjast til loka", sagði Vettel. Mótshelgin á Spa er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina og tímatakan og kappaksturinn er í opinni dagskrá. Stigastaðan 1 Mark Webber 161 2 Lewis Hamilton 157 3 Sebastian Vettel 151 4 Jenson Button 147 5 Fernando Alonso 141 6 Felipe Massa 97 7 Nico Rosberg 94 8 Robert Kubica 89
Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti