Bæjarstjóri gáttaður á bréfi forstjóra Magma 26. ágúst 2010 09:04 Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði. „Ég er gáttur á þessu bréfi og það setur málið í allt aðra stöðu," segir Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, um bréf forstjóra Magma til iðnaðarráðherra. Hann segir að sett hafi verið upp leikrit í kringum sölu Íslandsbanka á hlut Geysis Green Energy í HS Orku til Magma í stað lífeyrissjóðanna eða Norðuráls. Hann telur að samkomulag hafi verið gert um að selja raforku HS Orku til annarra fyrirtækja en álvers Norðuráls í Helguvík. Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að Ross Beaty, hinn kanadíski eigandi Magma Energy, móðurfélags HS Orku, gefi í skyn í bréfi sem hann skrifaði Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra nýlega, að hann hafi lítinn áhuga á að HS Orka selji orku til álversins í Helguvík. Hann kjósi frekar að sú græna orka sem HS Orka framleiðir verði seld öðrum kaupendum en álveri. Rætt var við Ásmund í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann viðhorf Beaty í bréfinu ekki vera í samræmi við það sem fram hafi komið á fundi hans með forystumönnum sveitarfélagsins í vor.Hringurinn að lokast Þá sagðist Ásmundur hafa heimildir fyrir því að lífeyrissjóðirnir eða Norðurál hafi gert tilboð á sama tíma og Magma í hlut Geysis Green Energy í HS Orku. Birna Einardóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hafi þrátt fyrir það ákveðið að selja umræddan hlut til Magma. Ásmundur sagðist telja að sett hafi verið upp leikrit í kringum söluna og það væri allt að koma í ljós núna. Samkomulag hafi verið gert sem fæli í sér að raforka HS Orku færi í græn verkefni en ekki til álversins í Helguvík. „Mér finnst þessi hringur vera að lokast á einkennilegan hátt." Ásmundur sagði bréf Beaty og framvindu málsins valda sér miklum vonbrigðum. Lljóst væri að Magma og stjórnvöld hafi komið fram að óheilindum í málinu. Hægt er að hlusta á viðtalið hér. Tengdar fréttir Vill síður selja orku til álvera Ross Beaty, hinn kanadíski eigandi Magma Energy, móðurfélags HS Orku, gefur í skyn í bréfi sem hann skrifaði Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra nýlega, að hann hafi lítinn áhuga á að HS Orka selji orku til álvers Norðuráls í Helguvík. Hann kjósi frekar að sú „græna orka" sem HS Orka framleiðir úr jarðvarma á Reykjanesi og Svartsengi verði seld öðrum kaupendum en álveri. 26. ágúst 2010 06:45 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fleiri fréttir Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Sjá meira
„Ég er gáttur á þessu bréfi og það setur málið í allt aðra stöðu," segir Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, um bréf forstjóra Magma til iðnaðarráðherra. Hann segir að sett hafi verið upp leikrit í kringum sölu Íslandsbanka á hlut Geysis Green Energy í HS Orku til Magma í stað lífeyrissjóðanna eða Norðuráls. Hann telur að samkomulag hafi verið gert um að selja raforku HS Orku til annarra fyrirtækja en álvers Norðuráls í Helguvík. Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að Ross Beaty, hinn kanadíski eigandi Magma Energy, móðurfélags HS Orku, gefi í skyn í bréfi sem hann skrifaði Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra nýlega, að hann hafi lítinn áhuga á að HS Orka selji orku til álversins í Helguvík. Hann kjósi frekar að sú græna orka sem HS Orka framleiðir verði seld öðrum kaupendum en álveri. Rætt var við Ásmund í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann viðhorf Beaty í bréfinu ekki vera í samræmi við það sem fram hafi komið á fundi hans með forystumönnum sveitarfélagsins í vor.Hringurinn að lokast Þá sagðist Ásmundur hafa heimildir fyrir því að lífeyrissjóðirnir eða Norðurál hafi gert tilboð á sama tíma og Magma í hlut Geysis Green Energy í HS Orku. Birna Einardóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hafi þrátt fyrir það ákveðið að selja umræddan hlut til Magma. Ásmundur sagðist telja að sett hafi verið upp leikrit í kringum söluna og það væri allt að koma í ljós núna. Samkomulag hafi verið gert sem fæli í sér að raforka HS Orku færi í græn verkefni en ekki til álversins í Helguvík. „Mér finnst þessi hringur vera að lokast á einkennilegan hátt." Ásmundur sagði bréf Beaty og framvindu málsins valda sér miklum vonbrigðum. Lljóst væri að Magma og stjórnvöld hafi komið fram að óheilindum í málinu. Hægt er að hlusta á viðtalið hér.
Tengdar fréttir Vill síður selja orku til álvera Ross Beaty, hinn kanadíski eigandi Magma Energy, móðurfélags HS Orku, gefur í skyn í bréfi sem hann skrifaði Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra nýlega, að hann hafi lítinn áhuga á að HS Orka selji orku til álvers Norðuráls í Helguvík. Hann kjósi frekar að sú „græna orka" sem HS Orka framleiðir úr jarðvarma á Reykjanesi og Svartsengi verði seld öðrum kaupendum en álveri. 26. ágúst 2010 06:45 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fleiri fréttir Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Sjá meira
Vill síður selja orku til álvera Ross Beaty, hinn kanadíski eigandi Magma Energy, móðurfélags HS Orku, gefur í skyn í bréfi sem hann skrifaði Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra nýlega, að hann hafi lítinn áhuga á að HS Orka selji orku til álvers Norðuráls í Helguvík. Hann kjósi frekar að sú „græna orka" sem HS Orka framleiðir úr jarðvarma á Reykjanesi og Svartsengi verði seld öðrum kaupendum en álveri. 26. ágúst 2010 06:45