Innlent

Björk syngur á blaðamannafundi

Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona.
Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona.
Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona mun syngja á blaðamannafundi í dag klukkan fjögur þar sem þar sem kynnt verður undirskriftasöfnun vegna áskorunar um orkuauðlindir Íslendinga. Mun hún flytja nokkur laga sinna í nýrri útgáfu.



Í fréttatilkynningu segir að innan fárra daga er áætlað að samþykkja samninginn um kaup Magma Energy Sweden AB á HS Orku, sem leiðir til þess að Magma fær einkarétt á nýtingu auðlindar til næstu 65 ára með framlengingarmöguleika.

Björk, Jón Þórisson, arkitekt og aðstoðarmaður Evu Joly og Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur sendu Umboðsmanni Alþingis hinn 13. júlí formlega ábendingu um að taka sölu- og samningaferli í Magma-málinu til gagngerrar endurskoðunar og að gæta hagsmuna almennings. Meðal annars vegna þess að salan á HS Orku til erlends einkaaðila sé prófsteinn á orkuauðlindastefnu framtíðarinnar.




Tengdar fréttir

Björk mótmælir Magma

Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona mótmælir kaupum Magma á HS-Orku ásamt aðstoðarmanni Evu Joly, honum Jóni Þórissyni arkitekt og rithöfundinum Oddnýju Eir Ævarsdóttur. Þau afhentu í dag Umboðsmanni Alþingis ábendingu um að taka til gagngerrar endurskoðunar sölu- og samningaferli það sem að óbreyttu leiðir til þess að fyrirtækið Magma Energy Sweden AB fær yfirráðarétt yfir nýtingu mikilvægra orkuauðlinda Íslendinga til a.m.k. 65 ára, segir í tilkynningu til fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×