Friðarganga verður gengin niður Laugaveginn í 31. sinn á Þorláksmessu. Samstarfshópur friðarhreyfinga stendur fyrir blysförinni sem fyrr.
Safnast verður saman á Hlemmi, þar sem kyndlar verða seldir, og lagt af stað klukkan 18. Gengið verður niður á Ingólfstorg, þar sem ávörp og söngatriði verða flutt.
Steingerður Hreinsdóttir flytur ávarp og Árni Pétur Guðjónsson verður fundarstjóri. Söngfólk úr Hamrahlíðarkórnum og kór MH mun syngja.- þeb