Íslenski boltinn

Þorkell Máni hættur að þjálfa Stjörnuna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Máni verður bara í rokkinu í sumar.
Máni verður bara í rokkinu í sumar.

Kvennalið Stjörnunnar í knattspyrnu missti þjálfarann sinn í kvöld þegar Þorkell Máni Pétursson fór fram á að verða leystur undan samningi. Stjórn knattspyrnudeildar varð við þeirri beiðni.

Stjórn knattspyrnudeildar og Máni sendu frá sér fréttatilkynningu í kvöld sem má sjá hér að neðan:

Þorkell Máni Pétursson aðalþjálfari mfl.kvenna hjá knattspyrnudeild Stjörnunnar,hefur farið þess á leit við stjórn deildarinnar að verða leystur undan samningi sínum frá og með 18. mars 2010.

Að fengnum skýringum á framkominni beiðni hefur stjórnin ákveðið að verða við henni.

Þorkell Máni hefur samhliða þjálfun sinnt öðrum störfum sem nú hafa vaxið að umfangi umfram það sem fyrirsjáanlegt var. Við þær aðstæður sem upp eru komnar telur Þorkell Máni sig ekki geta sinnt þjálfuninni af jafn heilum hug og slíkt starf gerir kröfur um og metnaður hans stendur til.

Þorkell Máni hefur náð afbragðs árangri í sínu starfi og á tveimur árum komið Stjörnunni í hóp bestu liða íslenskrar kvennaknattspyrnu eftir nokkurt hlé. Samstarf aðila hefur verið afar farsælt í gegnum tíðina og óska þeir hvorum öðrum velfarnaðar í nánustu framtíð.

Knattspyrnudeild Stjörnunnar

Þorkell Máni Pétursson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×