Fjárfestagoðsögn: Evran deyr og tvær bólur bresta 17. mars 2010 14:03 Fjárfestagoðsögnin Jim Rogers er ekki að skafa af hlutunum í sýn sinni á framtíðina. Rogers segir að evran verði dauð sem gjaldmiðil innan 15 til 20 ára, pundið muni hrapa á dramatískan hátt og bandarísk ríkisskuldabréf og kínverski fasteignamarkaðurinn verði tvær næstu bólur sem bresta.Þetta kom fram í máli Jim Rogers í viðtali á fréttastöðinni CNBC. Rogers segir að til hafi verið mörg myntsambönd í veraldarsögunni. Þau hafi ekki lifað af og það sama eigi við um evruna.„Ef evrulöndin hlaupa til og bjarga Grikklandi mun það veikja stoðirnar undir evrunni," segir Rogers. „Ég myndi velja að láta Grikkland verða gjaldþrota og sýna þannig öllum að evran er mynt sem taka beri alvarlega."Rogers segir að breska pundið sé undir vaxandi þrýstingi vegna fjárlaga- og viðskiptahalla Bretlands. Tvær af mikilvægustu eignum Breta, Norðursjávarolían og fjármálamiðstöðin í London muni hafa minni þýðingu fyrir landið í framtíðinni. Samhliða þessu neitar Rogers að hann hafi tekið stöðu gegn pundinu.„Það eru tvær bólur í gangi í heiminum núna, önnur er skuldabréfabóla og hin bólar liggur í þéttbýlum svæðum í Kína," segir Rogers sem jafnframt lætur þess getið að hann hafi ekki fjárfest í hlutabréfum síðan 2008. Í staðinn setji hann sitt fé í hrávörur.Rogers er m.a.þekktur fyrir að hafa smíðað Rogers International Commodity Index, þekkt sem RICI vísitalan. Sú vístala mælir breytingar á hrávöruverði í heiminum og samanstendur af þróun á verðlagi 35 hrávara á 11 mismunandi hrávörumörkuðum.Rogers er fyrrum viðskiptafélagi ofurfjárfestirins George Soros en saman stofnuðu þeir fjárfestingasjóðinn Quantum Fund á áttunda áratugnum. Á árunum upp úr 1990 sköpuðu þeir félagar oft mikið öngþveiti á gjaldmiðlamörkuðum heimsins með mjög umdeildri fjárfestingastefnu sinni.Þeir urðu síðan heimsfrægir báðir tveir árið 1992 þegar þeir snýttu Englandsbanka um einn milljarð punda með því að taka risavaxna stöðu gegn pundinu. Þetta leiddi til þess að Bretland varð að segja sig úr ERM, evrópska myntsamstarfinu. Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Fjárfestagoðsögnin Jim Rogers er ekki að skafa af hlutunum í sýn sinni á framtíðina. Rogers segir að evran verði dauð sem gjaldmiðil innan 15 til 20 ára, pundið muni hrapa á dramatískan hátt og bandarísk ríkisskuldabréf og kínverski fasteignamarkaðurinn verði tvær næstu bólur sem bresta.Þetta kom fram í máli Jim Rogers í viðtali á fréttastöðinni CNBC. Rogers segir að til hafi verið mörg myntsambönd í veraldarsögunni. Þau hafi ekki lifað af og það sama eigi við um evruna.„Ef evrulöndin hlaupa til og bjarga Grikklandi mun það veikja stoðirnar undir evrunni," segir Rogers. „Ég myndi velja að láta Grikkland verða gjaldþrota og sýna þannig öllum að evran er mynt sem taka beri alvarlega."Rogers segir að breska pundið sé undir vaxandi þrýstingi vegna fjárlaga- og viðskiptahalla Bretlands. Tvær af mikilvægustu eignum Breta, Norðursjávarolían og fjármálamiðstöðin í London muni hafa minni þýðingu fyrir landið í framtíðinni. Samhliða þessu neitar Rogers að hann hafi tekið stöðu gegn pundinu.„Það eru tvær bólur í gangi í heiminum núna, önnur er skuldabréfabóla og hin bólar liggur í þéttbýlum svæðum í Kína," segir Rogers sem jafnframt lætur þess getið að hann hafi ekki fjárfest í hlutabréfum síðan 2008. Í staðinn setji hann sitt fé í hrávörur.Rogers er m.a.þekktur fyrir að hafa smíðað Rogers International Commodity Index, þekkt sem RICI vísitalan. Sú vístala mælir breytingar á hrávöruverði í heiminum og samanstendur af þróun á verðlagi 35 hrávara á 11 mismunandi hrávörumörkuðum.Rogers er fyrrum viðskiptafélagi ofurfjárfestirins George Soros en saman stofnuðu þeir fjárfestingasjóðinn Quantum Fund á áttunda áratugnum. Á árunum upp úr 1990 sköpuðu þeir félagar oft mikið öngþveiti á gjaldmiðlamörkuðum heimsins með mjög umdeildri fjárfestingastefnu sinni.Þeir urðu síðan heimsfrægir báðir tveir árið 1992 þegar þeir snýttu Englandsbanka um einn milljarð punda með því að taka risavaxna stöðu gegn pundinu. Þetta leiddi til þess að Bretland varð að segja sig úr ERM, evrópska myntsamstarfinu.
Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira