Erlent

Skotbardagi hafinn á landamærum Suður og Norður Kóreu

Norður Kóreumenn hófu í morgun stórskotahríð á suður kóreska eyju, skammt undan landamærum ríkjanna. 60 hús á eyjunni standi í björtu báli, einn eyjarskeggi er fallinn og 14 særðir.

Her Suður Kóreu svaraði árásinni með stórskotahríð á skotmörk í Norður Kóreu og stóðu átökin enn, nú fyrir stundu. Ríksistjórn Suður Kóreu hefst nú við í neðanjarðarbyrgi og flugher landsins er kominn í viðbragðsstöðu.

Á eyjunni sem skotið var á búa um 1.200 manns og hafa ríkin deilt um yfirráð þar. Helstu bandamenn Noðrur Kóreumanna eru Kínverjar og helstu bandamenn Suður kóreumanna eru Banadríkjamenn, en leiðtogar þeirra ríkja hafa ekkert tjáð sig um málið, enn sem komið er.

Frá því að vopnahlé komst á í Kóreustríðinu árið 1953 hefur oft verið grunnt á því góða í samskiptum þessara ríkja og er Þess skemmst að minnast að Noðrur Kóreumenn skutu niður suður kóreanskan tundurspilli í fyrravetur










Fleiri fréttir

Sjá meira


×