Biden í bobba eftir ummæli um rusl Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 30. október 2024 07:12 Tilraun Bidens til að blanda sér í ruslumræðuna hefur komið demókrötum í bobba. Chip Somodevilla/Getty Images Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er nú á lokametrunum en nú er tæp vika í að þjóðin gangi að kjörborðinu. Baráttan hefur verið óvenju hörð og stór orð hafa verið látin falla. Mikla athygli vakti á dögunum þegar fremur óþekktur grínisti kom fram á fundi með Donald Trump í New York á dögunum þar sem hann líkti eyjunni Puerto Rico við ruslahaug. Þessi ummæli fóru fyrir brjóstið á mörgum og frambjóðendur demókrata nýttu sér þau til að gagnrýna orðræðu Trump og hans stuðningsmanna í garð innflytjenda. Joe Biden forseti og fyrrverandi frambjóðandi blandaði sér svo í slaginn í gærkvöldi með ummælum sem eru þó ekki talin koma Kamölu Harris sérstaklega vel. Í stuttu myndskeiði sést hann gagnrýna ummælin harðlega og segist ekki kannast við rusl í tengslum við fólk frá Puerto Rico. Eina ruslið sem hann sjái séu stuðningsmenn Trumps, virðist hann segja. Þessi ummæli forsetans hafa síðan aftur vakið gríðarlega hörð viðbrögð hjá Repúblikönum sem hafa hamast á forsetanum aldna. JD Vance varaforsetaefni Trump segir að með þessum ummælum hafi Biden ráðist að helmingi Bandaríkjamanna og Trump sjálfur vék að ummælunum á kosningafundi í Pennsylvaníu. Hann hæddist síðan að forsetanum aldna og bað stuðningsmenn sína um að fyrirgefa honum, þar sem hann vissi ekki hvað hann væri að segja. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Bandaríkin Tengdar fréttir Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. 28. október 2024 07:15 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Baráttan hefur verið óvenju hörð og stór orð hafa verið látin falla. Mikla athygli vakti á dögunum þegar fremur óþekktur grínisti kom fram á fundi með Donald Trump í New York á dögunum þar sem hann líkti eyjunni Puerto Rico við ruslahaug. Þessi ummæli fóru fyrir brjóstið á mörgum og frambjóðendur demókrata nýttu sér þau til að gagnrýna orðræðu Trump og hans stuðningsmanna í garð innflytjenda. Joe Biden forseti og fyrrverandi frambjóðandi blandaði sér svo í slaginn í gærkvöldi með ummælum sem eru þó ekki talin koma Kamölu Harris sérstaklega vel. Í stuttu myndskeiði sést hann gagnrýna ummælin harðlega og segist ekki kannast við rusl í tengslum við fólk frá Puerto Rico. Eina ruslið sem hann sjái séu stuðningsmenn Trumps, virðist hann segja. Þessi ummæli forsetans hafa síðan aftur vakið gríðarlega hörð viðbrögð hjá Repúblikönum sem hafa hamast á forsetanum aldna. JD Vance varaforsetaefni Trump segir að með þessum ummælum hafi Biden ráðist að helmingi Bandaríkjamanna og Trump sjálfur vék að ummælunum á kosningafundi í Pennsylvaníu. Hann hæddist síðan að forsetanum aldna og bað stuðningsmenn sína um að fyrirgefa honum, þar sem hann vissi ekki hvað hann væri að segja.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Bandaríkin Tengdar fréttir Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. 28. október 2024 07:15 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. 28. október 2024 07:15