Innlent

Flugslys: Allir útskrifaðir af gjörgæslu

Þriðji farþegi flugvélarinnar sem brotlenti við Flúðir á skírdag útskrifast af gjörgæsludeild í dag. Líðan þeirra allra er stöðug. Flugmennirnir tveir í litlu Cessna vélinni sem brotlenti í syðra Langholti skammt frá Flúðum í fyrradag hryggbrotnuðu báðir en virðast hafa sloppið við mænuskaða, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag.

Fjórir voru í vélinni, þrír karlmenn og ein kona. Sá yngsti slapp án teljandi meiðsla. Tveir voru útskrifaðir af gjörgæsludeild í gær.

Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á Landspítalanum útskrifast sá þriðji af gjörgæslu í dag. Líðan þeirra allra er stöðug.

Vélin missti afl og nauðlenti á fjórða tímanum á skírdag í miðri sumarbústaðarbyggð. Tildrög slyssins eru ókunn, en vélin er nú í vörslu rannsóknarnefndar flugslysa.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×