Fótbolti

Tottenham tapaði í Sviss

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hochstrasser fagnar þriðja marki Young Boys í kvöld.
Hochstrasser fagnar þriðja marki Young Boys í kvöld.

Tottenham á ekki auðvelt verkefni fyrir höndum í síðari leik liðsins gegn svissneska liðinu Young Boys í umspili Meistaradeildar Evrópu.

Svissneska liðið vann fyrri rimmuna í kvöld, 3-2. Young Boys skoraði þrjú mörk á fyrstu 28 mínútunum og hefði hæglega getað bætt við mörkum enda var vörn Spurs eins og gatasigti.

Spurs vann sig inn í leikinn og mark Pavlyuchenko skömmu fyrir leikslok gæti reynst gulls ígildi.

Uppgjör var hjá Norðurlandaliðunum Rosenborg og FC Copenhagen þar sem Rosenborg vann, 2-1, í Þránheimi. Sölvi Geir Ottesen sat allan tímann á varamannabekk Kaupmannahafnarliðsins.

Úrslitin:

Young Boys-Tottenham   3-2

1-0 Senad Lulic (4.), 2-0 Henri Bienvenu (13.), 3-0 Xavier Hochstrasser (28.), 3-1 Sebastien Bassong (42.), 3-2 Roman Pavlyuchenko (83.).

Zenit. St. Petersburg-Auxerre  1-0

1-0 Alexander Kerzhakov (3.)

Dynamo Kiev-Ajax   1-1

0-1 Jan Vertonghen (54.), 1-1 Oleg Gusev (66.)

Rosenborg-FC Copenhagen   2-1

1-0 Steffen Iversen (23.), 2-0 Markus Henriksen (57.), 2-1 Jesper Grönkjær (84.)

Sparta Prag-Zilina  0-2

0-1 Momodou Ceesay (51.), 0-2 Tomas Oravec (73.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×