Fótbolti

Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóða­deildinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Terland kom Noregi yfir. Hér er hún í leiknum gegn Frakklandi á dögunum.
Terland kom Noregi yfir. Hér er hún í leiknum gegn Frakklandi á dögunum. Sylvain Dionisio/Getty Images

Noregur lagði Sviss 2-1 í riðli Íslands í Þjóðadeild kvenna í knattspyrnu.

Sviss gerði markalaust jafntefli við Ísland á dögunum þegar Þjóðadeild kvenna hófst. Á sama tíma tapaði Noregur 0-1 gegn Frakklandi. Noregur er hins vegar komið á blað eftir jafntefli kvöldsins.

Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Elisabeth Terland, sem leikur með Manchester United, sem kom Noregi yfir á 75. mínútu eftir sendingu Celin Bizet, sem leikur einnig með Man United. Bæði Terland og Bizet komu inn af bekknum á 73. mínútu. Skiptingin því ekki lengi að bera ávöxt.

Sydney Schertenleib, 18 ára miðjumaður Spánar- og Evrópumeistara Barcelona, jöfnuðu metin hins vegar átta mínútum síðar. 

Caroline Graham Hansen, liðsfélagi Sydney hjá Barcelona, tryggði Norðmönnum hins vegar sigur með marki þegar þrjár mínútur lifðu leiks, lokatölur í Stavanger 2-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×